Hvernig mun ríkið, sem ég tek fram að ég tel ekki nokkurn vafa leika á að er eigandi allra auðlinda, úthluta aflaheimildum verði þær innkallaðar? Umræðan snýst um réttlæti og ég tek undir að margar sjávarbyggðir hafa orðið fyrir miklu óréttlæti. En meginvandinn er sá að það hefur dregið svo mikið úr heildarveiðum að miklu minna […]
Þrátt fyrir að atburðir undanfarinna ára í íslensku þjóðfélagi ættu að kenna okkur ýmislegt um samfélagslega umræðu þá virðist það hafa náð misvel í gegn. Í skýrslugerð um hrunið er talað um hvernig umræðunni var stýrt af nokkrum aðilum og flestir fylgdu á eftir og alla gagnrýni vantaði, bæði hjá okkur sjálfum og fjölmiðlum. Þetta […]
Staðsetning og mengun. Það hefur ýmislegt verið sagt og skrifað um sorpbrennslustöðina Funa í gegnum árin. Trúlega eru flestir sammála því að stöðin var reist á óheppilegum stað á sínum tíma innst í hinum lognkyrra Skutulsfirði. Þegar sú ákvörðun var tekin voru þáverandi bæjarfulltrúar vissir um að stöðin mengaði ekki og gæti þess vegna verið […]
Ætli skoðanaskipti á Íslandi séu með öðrum hætti en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Eða í öðrum löndum yfirleitt? Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að oft finnst manni umræðan í vefheimum vera ómálefnaleg og beinlínis vond. A.m.k. á þetta við um ýmsar athugasemdir sem koma við fréttir og […]
Þennan leiðara skrifaði ég í nýjasta hefti Sveitarstjórnarmála sem komu út rétt fyrir jólin: Heildarsamkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga var undirritað þann 24. nóvember sl. Sú þjónusta sem ríkið hefur veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra færist því til sveitarfélaganna frá og […]