Fimmtudagur 10.03.2011 - 14:33 - 9 ummæli

Geggjaður populismi

Þingmenn vita sem er að við kjósendur vitum lítið um þeirra störf nema þeir séu duglegir að skrifa greinar (sem við lesum kannski ekki) eða þeir fái óskipta athygli fjölmiðla. Margir þingmenn eru áreiðanlega ekki að velta þessu daglega fyrir sér og vinna sín störf með heildarhag þjóðarinnar að leiðarljósi. Kannski verða þeir endurkjörnir – kannski ekki.

En svo eru einhverjir þingmenn sem eru mjög meðvitaðir um að þeir þurfa að skora í fjölmiðlum – helst daglega og þá er um að gera að setja fram djarfar tillögur sem vekja athygli og umtal. Skítt með hvort það gagnast þjóðinni eða heildarhag.

Ég hef á tilfinningunni að þannig sé það með tillögur um ofurskatt á laun yfir einni milljón eða einni komma tveimur milljónum. Það eru kölluð ofurlaun sem verði að skattleggja með ofurskatti. Vissulega eru 1,2 m.kr. há laun, ekki síst í samanburði við lægstu laun en það verður að horfa á þetta í samhengi.

Hvað með einstaklinga sem hafa verið að byggja upp fyrirtæki í fjöldamörg ár og nánast þurft að borga með sér í uppbyggingarferlinu en geta núna loksins greitt sér góð laun? Á að taka 80% af þeim í skatt? Hvað með þá sem hafa menntað sig í fjöldamörg ár og safnað skuldum vegna þess? Á að taka 80% af þeim í skatt? Hvað með lækna? Á að taka 80% af þeim í skatt? Hvað með sjómenn sem komast í þokkalegur tekjur sum árin en ekki önnur? Á að taka 80% af þeim í skatt?

Þessi umræða er í boði alþingismanna á hinu háa Alþingi sem ná trúlega ekki alveg upp í 1,2 m.kr. á mánuði. Þeir telja sig væntanlega örugga með endurkjör.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (9)

 • Guðlaugur Ævar Hilmarsson

  Populismi þinn þegar þú talaðir niður eiturmengun frá sorpbrenslu Funa var geggjun Halldór. Og verður þín skömm.

 • Andri Sigurðsson

  Djísús kræst, alltaf þegar á að vinna að einhverskonar jafnrétti í þessu landi og fá peningaöflin til að aðstoða við uppbygginguna þá er auðvelt að slengja bara fram popúlisma stimplinum góða! Haaaa!

  En hver er mesti popúlistaflokkurinn í landinu? Er það ekki ákveðinn popúlismi að vernda alltaf ríkafólkið? Er það fólk ekki líka með kosningarétt? Og peninga líka?

 • Hallur Heimisson

  Hæ.
  20% af 1200 þús. er 240 þúsund. Það flokkast sem algeng laun, brúttó hér í landi.
  Höldum aðein í hófsemina.

 • Andri Sigurðsson

  Svo er bara enginn að tala um 80% skatt en það stoppar ekki þessa meistara í ruglinu. Sjálfstæðisflokkurinn, alltaf á móti öllu .. neitar að taka þátt í að vinna þessa hugmynd áfram og ræða málin! Nei segja þeir! Ekki taka krónu af ríka fólkinu! Þar er alveg bannað!?

 • Andri Sigurðsson

  Skil ekki afhverju þessir póstur er bara ekki copy/peist af blogginu hjá Tryggva Þór. Þetta er sama vörnin! Sjálststæðisflokkurinn! Besti vinur ríkafólksins!

 • það er verið að tala um 70% á l.yfir 1200 þ.e. 2. mill laun skila 1. mill nett,fólkið sem vann fyrir manninn sem lap dauðan úr skel meðan á uppbyggingu stóð, er ábyggilega enn á 200 kallinum og þarf að greiða skatt af því og hefur sennilega fyrir einhverjum að sjá, en það er greinilegt hver á meðaumkunina, hver borgar þér laun Halldór ? Atvinnurekendur ?

  Kv. Snorri Gestsson

 • p.s ætli væru ekki mestu kjarabætur sem láglaunafólk sem vinnur hjá því opinbera gæti fengið ef skattleysismörk hækkuðu.

  Sn.G.

 • Halldór Halldórsson

  Það er gaman að fá athugasemdir hérna á síðuna. Skemmtilegast ef þær snúast um það sem pistillinn er um.
  Allt í lagi þó um annað sé skrifað, eins og Guðlaugur Ævar Hilmarsson skrifar um Funa. Það er hins vegar rangt sem hann skrifar. Kannski er honum sama um það.

 • Andri Sigurðsson

  Notkun þín á orðinu populismi stenst bara ekki skoðun og þú veist það.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur