Mikil þörf er fyrir byggingu húsnæðis í borginni. Ekki síst fyrir unga fólkið. Skortur þrýstir bæði kaupverði og leiguverði upp og getur skapað óeðlilega verðmyndun á markaði. Grunnurinn að viðráðanlegu kaup- og leiguverði er að byggingarkostnaður sé ekki alltof hár.
Álit fagfólks á nýrri byggingarreglugerð er að hún hækki byggingarkostnað. Endurskoðun hennar er liður í því að vinda ofan af kerfisvillum sem geta unnið gegn markmiði um eðlilegan byggingarkostnað.
Mjög mikilvægt er að ekki sé gert upp á milli þeirra aðila sem áhuga hafa á að byggja íbúðir til endursölu eða útleigu. Þar eiga allir að koma jafnréttháir að borðinu. Hægt er að gera kröfur um leigutíma og/eða endursölu en ekki á að útiloka fyrirfram einkaaðila eða húsnæðissamvinnufélög enda er skynsamlegt að þessir aðilar byggi og reki leiguhúsnæði. Þáttur borgarinnar í því er að takast á við lóðaverð og leita skynsamlegra leiða til að hafa það hóflegt og viðráðanlegt.
Rita ummæli
Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.