Álagning fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði er ákveðin prósenta (%) á fasteignamat viðkomandi eignar. Þetta mat hefur hækkað mikið og mun hækka frá og með 1. janúar 2018.
Búið er að leggja á fasteignaskatt fyrir árið 2017 en meðaltalshækkun á höfuðborgarsvæðinu 2018 verður 14,5%.
Þess vegna lagði ég fram þessa tillögu í borgarráði í gær (9. júní) fh. okkar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
,,Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að nú þegar verði hafin vinna við að undirbúa lækkun fasteignaskatta hjá Reykjavíkurborg vegna hækkunar fasteignamats langt umfram eðlilega verðlagsþróun. Nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5%. Miða skal við að Reykjavíkurborg leggi lægri skattprósentu en nú er í gildi á nýtt og hærra fasteignamat til að draga úr skattbyrði borgarbúa.“
Hér fyrir neðan er svo frétt Morgunblaðsins um þetta mál.
Rita ummæli
Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.