Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 18.05 2018 - 15:26

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gerir þá kröfu til dómsmálaráðuneytisins og sýslumannsembætta að þau tryggi að skipulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu henti íbúum í hverjum landshluta án þess að þeir þurfi að ferðast um langan veg.

Þriðjudagur 20.03 2018 - 14:20

Kosningar, kosningaaldur og þátttaka – leiðari í Sveitarstjórnarmál

Ég skrifaði þennan leiðara 20. febrúar sl. Það sem gerst hefur síðan þá er að ef marka má fjölmiðla kann að vera að Alþingi samþykki að lækka kosningaaldur í 16 ára aldur en ekki heimild fyrir þann aldurshóp til að bjóða sig fram. Þann 26. maí nk. ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa sér fulltrúa […]

Miðvikudagur 14.03 2018 - 11:09

Svifryk er heilsuspillandi

Meðaltalið í hverjum bíl er 1,1 og það segir sig sjálft að það gengur ekki upp á vaxandi borgarsvæði þar sem sífellt fleiri íbúar þurfa að komast á milli staða. Stærsta raunhæfa aðgerðin er góðar almenningssamgöngur og færri einkabílar á götunum.

Miðvikudagur 14.02 2018 - 11:20

Sjálfkeyrandi bílar, greining tækifæra.

….en ef ekki þá verðum við að stíga okkar eigin sjálfstæðu skref í samstarfi við framleiðendur sjálfkeyrandi bíla til að finna út hvernig þetta hentar okkar umhverfi.

Þriðjudagur 16.01 2018 - 19:50

Fjármálastefna hins opinbera

Eftirfarandi er leiðari sem ég skrifaði i Sveitarstjórnarmál í desember 2017: Frumvarp til fjárlaga 2018 var lagt fram í annað sinn vegna stjórnarskipta þann 14. desember sl. Þótt gert sé ráð fyrir ívið hægari hagvexti á næsta ári en undanfarin tvö ár, blasir við að veruleg spenna er í þjóðarbúskapnum með tilheyrandi þrýstingi á verðlag […]

Föstudagur 24.11 2017 - 15:21

Áreitni og ofbeldi gagnvart konum

Mánaðarlega eru haldnir stjórnarfundir í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í dag var slíkur fundur sem boðaður var skv. venju með dagskrá. Í upphafi fundar lagði ég til að einn viðbótarliður yrði tekinn inn á dagskrá vegna þeirrar umræðu sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa komið af stað um kynferðislega og kynbundna áreitni af ýmsum toga. […]

Fimmtudagur 16.11 2017 - 18:15

Tuttugu ár frá yfirfærslu grunnskólans – hver er staðan?

Þessi leiðari birtist í nýjustu Sveitarstjórnarmálum í nóvember 2017: Sveitarfélögin tóku við öllum rekstri grunnskólans af ríkinu árið 1996. Tuttugu ár eru ekki langur tími í skólasögu okkar og lætur e.t.v. nærri að þetta sé nálægt þeim árafjölda sem hvert okkar ver að jafnaði til skólagöngu á lífsleiðinni, frá upphafi leikskóla. Á þessum rúmu tveimur […]

Sunnudagur 22.10 2017 - 12:27

Ekki láta blekkjast. Grein úr Morgunblaðinu

Nú segjast vinstri flokkarnir sem eru í framboði til Alþingis geta leyst húsnæðismálin. En sagan segir okkur að þessir sömu flokkar hafa aukið á vandann í húsnæðismálum.

Miðvikudagur 11.10 2017 - 14:39

Fólk vill eiga sína fasteign

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í síðustu viku (5. og 6. október sl.) var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra. Einn þeirra var af hálfu Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði. Það kom fram að hlutfall íbúa á leigumarkaði hefur farið hækkandi eða um 5% frá árinu 2006. Hins vegar var mjög áhugavert að skv. viðhorfskönnun Íbúðalánasjóðs hefur afstaða fólks gjörbreyst […]

Þriðjudagur 03.10 2017 - 18:24

Munu kosningarnar snúast um málefni?

Vonandi verður góð kosningaþátttaka 28. október nk. Ég óttast samt að það sé ákveðin kosningaþreyta í fólki og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Auðvitað áttu fæstir von á því að kosið yrði núna, ekki ári eftir að loksins tókst að mynda ríkisstjórn í þessu landi. Og það endaði sem ríkisstjórn þriggja flokka […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur