Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 28.08 2015 - 08:02

Borgin er illa rekin

Á fundi borgarráðs 27. ágúst var lagt fram 6 mánaða uppgjör fyrir A og B hluta Reykjavíkurborgar. Þ.e. borgarsjóð og fyrirtæki. Í stuttu máli er reksturinn í mjög alvarlegri stöðu. Skatttekjur duga ekki fyrir rekstri borgarinnar. Ef þetta væri einungis að koma fram núna væri maður rólegri en svona er þetta búið að vera síðan […]

Mánudagur 18.05 2015 - 20:59

Harður áfellisdómur

Ömurleg niðurstaða í  nýrri skýrslu Innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um yf­ir­töku Strætó á ferðaþjónustu fatlaðs fólks kemur því miður ekki á óvart. Í skýrslunni kemur fram samkvæmt fjölmiðlum að stjórn­un breyt­ing­anna á ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks eft­ir að hin raun­veru­lega innleiðing átti að hefjast hafi mis­far­ist verulega. Yf­ir­um­sjón með breyt­ing­un­um var ekki á hendi eins ákveðins aðila […]

Þriðjudagur 12.05 2015 - 18:57

Rekstrartap A-hluta borgarinnar

Við vorum að ljúka borgarstjórnarfundi þar sem ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2014 var til síðari umræðu og staðfestingar. Ársreikningur ársins 2014 sýnir 2,8 milljarða króna tap A-hluta Reykjavíkurborgar sem er öll meginstarfsemi Reykjavíkurborgar. Í skýrslu Fjármálaskrifstofu borgarinnar segir um þennan taprekstur að mikilvægt sé að bregðast við. Undir það taka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með tillögu sinni […]

Fimmtudagur 07.05 2015 - 10:52

Verð Landsvirkjunar 2006

Það er ánægjulegt að sjá að Landsvirkjun er að bæta stöðu sína jafnt og þétt. Í tengslum við ársfund talar forstjóri um að arðgreiðslur geti hugsanlega farið úr 1,5 milljörðum upp í jafnvel 20 milljarða. Þessar yfirlýsingar hafa orðið borgarstjóra tilefni til að rifja upp nærri 10 ára gamla ákvörðun um sölu borgarinnar á hlut […]

Miðvikudagur 25.03 2015 - 14:11

Málefni fatlaðs fólks hjá sveitarfélögum – krossgötur

Ég skrifaði þennan leiðara í síðustu Sveitarstjórnarmál vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi flutnings málaflokks fatlaðs fólks til sveitarfélaga. Nú stendur endurskoðun yfir á verkefninu og mikilvægt að vel takist til. Tvö landssvæði, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa gert samþykktir um að skila málaflokknum aftur til ríkisins. Leiðarinn: Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við […]

Fimmtudagur 29.01 2015 - 19:44

Reglur gegn öryggi og fræðslu

Að undanförnu hefur verið umræða um að reglur Reykjavíkurborgar koma í veg fyrir að grunnskólabörn megi fá reiðhjólahjálma að gjöf og að kynning á tannhirðu frá Tannlæknafélagi Íslands sé ekki heimil. Af þessu tilefni lögðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi tillögu fram í borgarráði 22. janúar sl. Tillögunni var frestað en mun vonandi fá eðlilega málsmeðferð […]

Þriðjudagur 02.12 2014 - 17:04

Samstarf sveitarfélaga við kjarasamninga er mikilvæg

Leiðari í Sveitarstjórnarmál nóvember 2014. Kjarasamningsgerð sveitarfélaganna Það er alltaf léttara yfir þegar samningalotu við kjarasamningaborðið lýkur með undirritun. Þetta á sérstaklega við ef verkfall hefur skollið á og staðið í einhvern tíma. Þess vegna var einstaklega ánægjulegt þegar skrifað var undir kjarasamning tónlistarkennara nú í lok nóvember þegar verkfall Félags tónlistarkennara hafði staðið í […]

Þriðjudagur 18.11 2014 - 21:01

Húsnæðismálin í Reykjavík

Þessi fréttatilkynning var send út  frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík eftir umræður á borgarstjórnarfundi. Gleymum ekki atvinnulífinu Húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar var tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi í dag. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að ekki sé meira tillit tekið til atvinnulífsins og að meirihlutinn sé að gleyma atvinnulífinu, eingöngu sé einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði en skortur […]

Föstudagur 19.09 2014 - 17:43

Staða almannavarnamála í Reykjavík – fyrirspurn í borgarráði

Við Íslendingar búum víða við náttúruvá af ýmsum toga. Víða þarf að gera ráðstafanir vegna ofanflóða hvort sem það eru skriður eða snjóflóð. Þá má reikna með sjávarflóðum og svo eru það jarðskjálftarnir og eldgosin. Lykilatriði gagnvart náttúruvá er undirbúningur, forvarnir, fræðsla, áætlanir og þjálfun sem allra flestra. Upplýsingar til almennings skipta sköpum um að […]

Föstudagur 12.09 2014 - 19:35

Gerum við ríkari kröfur til kvenna í stjórnmálum?

Ég eins og aðrir hef fylgst með hinu svokallaða lekamáli og furðað mig á því hversu margþvælt það mál er orðið. Það nýjasta í málinu er aðkoma umboðsmanns Alþingis sem spurt hefur spurninga um samtöl innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, inn­an­rík­is­ráðherra, hefur nú svarað umboðsmanni Alþings.  Í svarinu bendir hún […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur