Í dag sátum við okkar fyrsta fund í borgarstjórn eftir sumarfrí. Þetta er því minn annar borgarstjórnarfundur frá kosningum í vor. Nefndir og ráð hafa starfað í sumar og fundar t.d. borgarráð því sem næst vikulega yfir sumarið en að jafnaði vikulega allt árið. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði höfum flutt þar tillögur um endurskoðun aðalskipulags, […]
Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík höfum á undanförnum vikum kynnt fyrir borgarbúum okkar stefnumál. Þar er einkunnarorðið valfrelsi, ábyrgð í rekstri og minni álögur á borgarbúa. Við leggjum áherslu á útboð verkefna og aukið samstarf við sjálfstætt starfandi aðila í þjónustu við borgarbúa. Þannig náum við fram betri þjónustu fyrir minna fé. Í húsnæðismálum boðum […]
Þegar fæðingarorlofi lýkur lenda margir foreldrar í borginni í vandræðum vegna þess að barn þeirra kemst ekki inn á leikskóla nálægt því strax. Ef laust pláss er hjá dagforeldri er það mun dýrara en leikskólapláss vegna þess að borgin niðurgreiðir leikskólapláss miklu meira en hjá dagforeldrum. Sjálfstæðisflokkurinn boðar þjónustutryggingu fyrir barnafjölskyldurnar. Hana geta foreldrar nýtt […]
Það er hægt að tala sig hásan um góða rekstrarniðurstöðu borgarsjóðs á árinu 2013 og sleppa því að tala um hverju reksturinn skilar í peningum. Það er nefnilega minna árið 2013 en árið 2012. Þetta er sérstaklega nefnt í endurskoðunarskýrslu borgarinnar en er ekki talað um þegar ársreikningnum er hampað af meirihluta Samfylkingar og Besta […]
Það gerðist í borgarráði í dag að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar greiddi atkvæði gegn eigin tillögu sem þau höfðu sjálf samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði. Tillagan sem þau höfðu samþykkt með mótatkvæðum Sjálfstæðisflokksins var skipulags- og matslýsing fyrir hverfi borgarinnar. Þar mátti sjá hugmyndir um þéttingu inn á grónum lóðum. Íbúum var brugðið og mótmæltu […]
Umræðan tekur oft á sig skrýtna mynd í aðdraganda kosninga. Ég hef spurt mig þeirrar spurningar að undanförnu hvort stefnumálin komist ekki örugglega á framfæri. Tilefni þess var m.a. að Framsóknaflokkurinn ætlaði að leggja áherslu á úthverfin og flugvöllinn og myndi fá atkvæði út á það. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn með stefnuskrá þar sem öll málefni […]
Málefnaskrá okkar Sjálfstæðisfólks í Reykjavík er metnaðarfull enda viljum við leggja okkar af mörkum við að bæta aðstöðu borgarbúa. Hér á eftir fer ég í stuttu máli yfir nokkur helstu stefnumál okkar í borginni. Meira efni og kynningamyndbönd eru á vefsíðu framboðs okkar Sjálfstæðisfólks. Það er kominn tími til breytinga í borginni þar sem vinstri […]
Eitt stærsta kosningamálið hér í borginni í vor eru húsnæðismálin. Það vantar fleiri þúsund íbúðir inn á markaðinn. Fólk býr lengur heima eða í ósamþykktu húsnæði í iðnaðarhúsnæði. Meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur haft heilt kjörtímabil til að bregðast við en ennþá er verið að setja upp nefndir og starfshópa til að koma með […]
Margt ungt fólk er orðið þreytt á að leigja með mörgum öðrum og þráir að komast í eigið húsnæði hvort sem það er í leigu eða til eignar. Fasteignaverð og þar með leiguverð hefur hækkað mikið í Reykjavík undanfarin misseri. Orsökin er skortur á húsnæði sem orsakast af lóðaskorti í borginni. Það eru til lausnir […]
Stundum er ágætt að einfalda hlutina og velta fyrir sér rekstri sveitarfélags eins og heimilis. Þó heimilisfólk langi til að smíða sér sumarbústað þarf það ekki að kaupa sér trésmíðaverkstæði. Það þarf ekki heldur að kaupa sér smurstöð til að láta smyrja bílinn sinn eða matvöruverslun til að hafa aðgang að matvælum. Það kaupir þessa […]