Það er rísandi Framsóknarstjarna í íslenskri pólitík. Þingmaður sem hefur þroskast verulega sem stjórnmálamaður á undanförnum mánuðum og vex með hverju verkefni sem hann fæst við. Þingmaður sem átti það til á fyrstu vikunum að falla í gryfju æsingastjórnmála í ræðustól Alþingis en hefur þróast yfir í staðfastan, málefnalegan og lausnarmiðaðan þingmann sem byggir á rótgróinni frjálslyndri […]
Ég hef borið mikla virðingu fyrir Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni gegnum tíðina. Þeir félagar hafa yfir mikilli blaðamannareynslu sem þeir beita nú á vef Evrópuvaktarinanr. En eitthvað er þeim félögum farið förlast heimildaöflunin og fréttamennskan. Á vef Evrópuvaktarinnar er frétt um „Sanna Finna“ – þjóðernissinnaflokk sem lengi hefur verið við lýði í Finnlandi – […]
Evrópskir Framsóknarmenn eru sterkir innan ESB en systurflokkar Framsóknarmanna mynda þriðja stærsta þingflokkinn á Evrópuþinginu. Þrátt fyrir þetta er það vinsælt hjá sumum fyrrum félögum mínum í Framsókn sem eru stækir andstæðingar Evrópusambandsins að kalla sambandið Kratasamband. Staðreynd málsins er reyndar sú að hægri menn eru stærstir á Evrópuþinginu. Af 736 Evrópuþingmönnum eru hægri menn […]
Ísland er ekki heimskautsveldi þótt það eigi sæti í Norðurheimskautsráðinu. Eins og Danir, Svíar, Finnar, Norðmenn, Rússar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Grænlendingar. Þótt íslenska efnahagslögsagan nái að jaðri Norðurheimskautssvæðisins þá liggja efnahagslögsögur Grænlands og Noregs milli þeirrar íslensku og Norðurheimskautsins. Það er því hjákátlegt þegar jafnvel vel menntaðir og vel lesnir menn halda því fram að Ísland […]
Á Íslandi er jarðvegur fyrir hatur gegn öðrum kynþáttum en þeim „íslenska“ og gegn öðrum trúarbrögðum en kristni. Hvort sem okkur líkar það betur eður verr. Þetta er vandamál sem við verðum að viðurkenna og taka á af skynsemi. Það gengur ekki að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert sé. Slíkt gæti endað með […]
Trúfrelsi er eitt af mikilvægustu mannréttindunum og sem betur fer tryggt í stjórnarskránni okkar. Svo virðist sem ekki séu allir sammála mér í þeim efnum. Í Íslandi eru einstaklingar sem sjá ofsjónum yfir trúarbrögðum annarra. Sérstaklega fer íslam fyrir brjóstið á þeim. Mér barst í morgun póstur þar sem verið er að andæfa því qð í Reykjavík verði reist […]
„Þeim sveitarfélögum sem fá úthlutað byggðakvóta verður samkvæmt nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi Jóns Bjarnasonar heimilt að fara með full forráð og jafnvel framselja þann kvóta ef þeim sýnist svo.“
Gamla blaðamannshjartað stoppaði augnablik þegar ég las „frétt“ á mbl.is um „Fantaflott hús í Fossvogi“. Þetta er grófasta „vinarplögg“ sem ég hef séð lengi í fjölmiðlum – nema um sé að ræða hefðbundna „mellufrétt“ – það er auglýsing sem sett er í fréttaumgjörð gegn borgun án þess að tekið sé fram að um auglýsingu sé að […]
Það er jákvætt að Bezti og bakhjarlinn vilji auka veg Vatnsbera Ásmundar Sveinssonar sem staðið hefur í Litluhlíð við Öskjuhlíð frá árinu 1967 með því að færa styttuna nálægt þeim stað sem upphaflega var styttunni ætlaður. Á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Mér finnst hins vegar styttan eigi að vera á núverandi stað – en hún […]
Það ríkja trúabragðastríð á Íslandi. Ekki í orðsins fullri merkingu þar sem blóð rennur. En hugtakið trúarbragðastríð lýsir ákveðnum átökum í samfélaginu bara nokkuð vel. Í trúarbragðastríðunum íslensku takast menn á af hörku af mikilli tilfinningu – nánast trúarlegri. Í Háskóla Íslands berjast meðlimir Vantrúar – sem þrátt fyrir nafnið virðast stundum bera einkenni trúarhóps […]