Færslur fyrir október, 2011

Miðvikudagur 19.10 2011 - 08:16

IceSave 2 ?

Landsbankinn. Húsnæðislán á niðurgreiddum vöxtum. Fjármögnuð með innlánum. Fær enginn hnút í magann?

Sunnudagur 16.10 2011 - 13:45

Pólitískar hreinsanir framtíðin?

Alþingismenn Samfylkingar og Vinstri grænna eru komnir út á hála braut ef hádegisfréttir RÚV eru réttar. Þar kemur fram að þingmenn þessara flokka séu að beita sér fyrir því að afturkalla fullkomlega lögmæta ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Ástæðan virðist sú að þingmennirnir geti ekki sætt sig við að Framsóknarmaður hafi verið […]

Laugardagur 15.10 2011 - 07:56

Biðst afsökunar Teitur Atlason

Teitur Atlason pistlahöfundur á dv.is hefur beðið mig að fjarlægja innlegg á síðu sinni þar sem ég endurbirti athugasemd sem penni sem skrifar undir nafninu „Heiða“ gerði við pistil minn „Gólandi varðhundar sérhagsmuna“ . Líkt og oft gerist í athugasemdum „Heiðu“ í minn garð hér á Eyjublogginu þá gagnrýnir „Heiða“  Teit nokkuð harkalega. Ávirðingar  „Heiðu“ beinast hins vegar ekki  einungis […]

Föstudagur 14.10 2011 - 09:19

Hanna Birna formaður

Hanna Birna verður formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Ben er búinn að vera sem slíkur hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Það er yfirleitt ekki málið í pólitík.  Meint vafasöm viðskipti Bjarna mun alltaf verða honum fjötur um fót. Þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tiltölulega hátt í skoðanakönnunum þá bera að hafa í huga að það er […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 21:42

Borgarspítalinn er rétta lausnin!

Borgarspítalinn í Fossvogi á að verða Landspítali. Það hefur verið ljóst að minnsta kosti frá því árið 1970. En einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ítrekað þráast við og viljað hola Landspítala framtíðarinnar oná Landspítala fortíðarinnar. Nú er tími til kominn að hætta þessu bulli og gera Borgarspítalann að Landspítala. Það sjá flestir meðalgreindir Íslendingar að […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 20:28

Gólandi varðhundar sérhagsmuna

Pólitískir varðhundar íslenskra sérhagsmuna rísa nú upp á afturlappirnar á Alþingi og góla gegn tillögu stjórnlagaráðs um frumvarp að nýjum stjórnskipunarlögum sem þjóðin vill fá að kjósa um. Það er gjammað um að tillögur um einstakar stjórnarskrárgreinar séu óskýrar – yfirleitt án þess að benda á hvað sé óskýrt! Bendi viðkomandi Alþingismönnum að lesa einfaldar […]

Mánudagur 10.10 2011 - 09:58

Af hverju þjóðkirkja?

Ég var í skemmtilegri messu og kaffi á eftir í Óháða söfnuðinum mínum. Ritúalið náttúrlega það sama og í þjóðkirkjunni – bæn – víxlsöngur – ritningargrein úr gamla testamentinu og nýja testamentinu sem „fermingarmæðgur“ fluttu – predikun – og sálmar sungnir. „Í bljúgri bæn“ – „Áfram kristmenn krossmenn“ og fleira skemmtilegt. Reyndar stokkað sr. Pétur […]

Laugardagur 08.10 2011 - 22:30

Nýja fólkið í pólitík

Ég hef undanfarið heyrt marga pólitíska refi hneykslast yfir nálgun nýja fólksins í pólitík sem datt inn í sveitarstjórnir víðs vegar um landið í síðustu sveitarstjórnarkosninum. Fólkið sem fór ekki í gegnum hefðbunda stjórnmálaflokka með þeim kostum og göllum sem slíkt ferli hefur í för með sér. Ég hef verið sammála þessum mönnum í mörgu […]

Föstudagur 07.10 2011 - 08:53

„Ég hafði rangt fyrir mér“

Ég vil Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP á þing. Hann er gæddur mannkostum sem eru nánast óþekktir á Alþingi. Man einhver stjórnmálamann segja eitthvað á þessum nótum í kjölfar mistaka – og treystið mér – Alþingismenn hafa allir gert afdrifarík mistök einhvern tíma þótt þeir viðurkenni það ekki: „Sú gjá sem notendur hafa upplifað að […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 12:46

Baldur inn – Herjólf út?

Það þarf að tryggja Vestmannaeyjingum tryggar ferjusamgöngur milli  og Vestmannaeyja allan ársins hring.  Það er ljóst að Herjólfur getur ekki fullnægt þeim þörfum.  Baldur virðist hins vegar geta það svo fremi sem ákveðnar breytingar verði gerðar á ökurampi í Landeyjahöfn. Það er ljóst að það verður að skipta Herjólfi út ekki síðar en árið 2015 […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur