Umfjöllun um vandaða og góða stefnumótunarvinnu innan Framsóknarflokksins hér á árum áður hefur verið áberandi í pistlum mínum að undanfarið. Ástæðan er einföld. Ég hef verið að fara yfir minnisblöð og vinnugögn frá því ég var starfandi í Framsóknarflokknum – en ég sagði mig úr flokknum 1. desember 2010. Fannst ástæða til að koma nokkrum […]
Vinkona mín hún Vigdís Hauksdóttir var að gagnrýna harðlega fyrirliggjandi frumvarp ríkisstjórnarinnar um Stjórnarráð Íslands á Alþingi í gærkvöldi. Gott og vel. En af hverju leggur hún ekki bara fram frumvarpið sem vel mönnuð stjórnlaganefnd Framsóknarflokksins vann eftir mikið málefnastarf árið 2007? Frumvarpið er hluti skýrslu Stjórnarráðsnefndar Framsóknarflokksins. Meginatriði í tillögum nefndarinnar eru eftirfarandi: • Áréttað er […]
Það hafa margir bent á tilvist svissneska frankans sem rök fyrir því að Íslendingar geti og eigi að halda íslensku krónunni sem sjálfstæðum gjaldmiðli. Þá hafa aðrir talið rétt að Íslendingar taki upp svissneska frankann í stað evru. Ég hef bent á að við ættum að taka upp færeyska krónu – en er núna jafnframt […]
Það er í raun ótrúlega góður árangur að Gnarr borgarstjóri skuli ná nær 40% ánægjufylgi í könnun MMR. Sú niðurstaða er kjaftshögg fyrir fjórflokkinn og vísbending um að hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir geti ekki hummað Bezta fram af sér. Enda er eins og ég hef oft bent á margir lofandi stjórnmálamenn innan raða Bezta sem eiga fullt […]
„Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna á hverjum tíma er að leita þjóðarsáttar um grundvallarutanríkismál og samskipti við erlendar þjóðir. Málefnið tekur til fullveldis þjóðarinnar og afstaða Íslendinga á að mótast af sjálfstæðum vilja og metnaði okkar sem frjálsrar þjóðar.“ Þannig hefst samantekt Evrópunefndar Framsóknarflokksins sem skilað af sér skýrslu eftir gríðarmikið starf árið 2007. Starf […]
Nú er rúmur áratugur frá því að Evrópunefnd Framsóknarflokksins lagði fram ítarlega, heilbrigða framtíðarsýn um Ísland og Evrópusambandið eftir mikið og gott málefnastarf – eins og áður tíðkaðist í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn hefði betur fylgt eftir niðurstöðum Evrópunefndarinnar en flokkurinn brást í því þar sem sá hluti flokksmanna sem þá vildi takast á við Evrópumálin og skoða […]
Það mætti ætla að stjórnvöld stefni að því að breyta íslensku lögreglunni í óeirðalögreglu. Ekki óeirðalögreglu í hefðbundnum skilningi þar sem sérútbúin lögregla tekst á við óeirðaseggi – heldur í lögreglu sem neyðist til að standa fyrir óeirðum. Nú hafa íslenskir lögreglumenn verið samningslausir í næstum ár. Kjör þeirra eru ekki á þann veg að þau laði […]
Ég hef oft o0g tíðum gagnrýnt Jón Gnarr borgarstjóra og það stundum harkalega. Enda hefur hann átt það skilið. En ég verð þá að hrósa honum þegar hann stendur sig vel. Mér fannst hann bara mjög góður á Sprengisandi í morgun. Vonandi er hann að þroskast sem lykilpersóna í Reykjavík. Því eins og ég hef margoft […]
Framsóknarkonur létu ekki segja sér fyrir verkum heldur kusu frjálslyndið!
Jóhanna og Steingrímur J. halda því fram að allt sé á uppleið. Það er rangt. Bjarni Ben og Sigmundur Davíð halda því fram að allt sé í kaldakoli. Það er rangt. Staðan er ekki svarthvít. Hún er grá. Það er rétt hjá Jóhönnu og Steingrími J. að ýmislegt hefur áunnist. Það er rétt hjá Bjarna […]