Breyting á íslenskri stjórnsýslu sem tryggi að völd, verkefni og tekjur heim í hérað var eitt af baráttumálum mínu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar. Ég fékk góðan hljómgrunn með þær hugmyndir mínar og tel mikilægt að stjjórnlagaráð sem hefur störf á morgun taki þær til umfjöllunar. . Í því tilefni birti ég aftur pistli sem ég skrifaði í […]
Í upphafi árs 2010 skipaðu Árni Páll Árnason þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra starfshóp til að vinna tillögur að framtíðstefnu í húsnæðismálum Hópurinn skilaði af sér tillögum í umræðuskjali í marsmánuði fyrir rúmu ári síðan. Heiti umræðuskjalsins var „Húsnæði fyrir alla“. Ástæða þess að ég rifja þetta upp er að á næstu dögum mun annar starfshópur um […]
DV hefur beðið Guðbjörgu Matthíasdóttur úgerðarmann í Vestmannaeyjum afsökunar á stríðsletursfrétt þar sem því var ranglega haldið fram að Guðbjörg hefði selt hlutabréf sín í Glitni á árinu 2008. Hið rétt er að Guðbjörg á ennþá hlutabréfin sem eru reyndar verðlaus í dag. Framsetning fréttarinnar var í anda DV þar sem fréttinni var ætlað að vekja […]
Bezti flokkurinn getur verið afar ánægður með fylgi sitt í nýrri skoðanakönnun Gallups. Miðað við framgang flokksins þá er rúmlega 19% fylgi nánast með ólíkindum. Frá því 1970 hafa Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kvennalisti og Vinstri grænir aldrei náð 19% fylgi í borgarstjórnarkosningum – einir og sér. Reyndar er þetta meira fylgi en Samfylking hefur fengið undir […]
Morgunblaðið sem misst hefur áður sterk ítök sín í Sjálfstæðisflokknum langar rosa mikið í Framsókn. Moggann langar líka að Vigdís Hauksdóttir verði vararformaður enda hefur Morgunblaðið staðið þétt að baki henni vegna þeirrar hörku sem hún hefur sýnt í málflutningi gegn ESB og IceSave. Hins vegar er Mogganum í nöp við núverandi varaformann Birki Jón […]
Útlendingastofnun hefur þvingað hina 23 ára Priyönku Thapa í nauðungarhjónaband. Annað hvort verður hún nauðug að ganga í hjónaband í Nepal þar sem fjarskyld fjölskylda hennar velur henni eiginmann eða að ganga í málamyndahjónaband á Íslandi svo hún fá framlengt landvistarleyfi. Ástæðan er sú að „dvalarleyfi í mannúðarskyni“ virðist eitur í beinum Útlendingastofnunar.
Í hugum flestra Íslendingar sem á annað borð skilja íslensku þá þýðir orðatiltækið „að fara á hausinn“ það að verða gjaldþrota. Nema í huga Jóns Gnarr borgarstjóra. Hann neitaði því að hafa sagt að Orkuveita Reykjavíkur væri gjaldþrota. En sannanlega sagði hann að Orkuveitan væri „á hausnum“. Það liggur fyrir að ef Orkuveitan myndi nota […]
Félags- og tryggingarnefnd Alþingis styður heilshugar húsnæðissamvinnufélög og búseturéttarformið þótt nefndin hafi ekki viljað heimila 110% niðurfærslu hjá búseturéttarhöfum eins og fólki í eigi húsnæði þegar nefndin mælti með frumvarpi um slíka niðurfærslu. Félags- og tryggingarnefndin leggur hins vegar mikla á herslu á að tekið sé tillti til sérstöðu húsnæðissamvinnufélaganna í því efnahagsástandi sem nú er. […]
DV elskar Finn Ingólfsson. Blaðið gerir allt til þess að birta mynd af honum í blaðinu. Ef ekki er tilefni til þess – þá býr DV til tilefnið. Ef það þarf að skrökva til þess að koma mynd af Finni í blaðið – þá skrökvar DV. Það hefur margoft sannað sig. Ást DV á Finni hlýtur […]
Utangarðsfólk í Reykjavík gengur að vísu húsaskjóli í dagsetri Hjálpræðishersins að Eyjarslóð í Örfyrisey. Þar býðst fólkinu heitur matur í hádeginu, rúm til að hvílast yfir daginn, þar eru þvegin föt þeirra sem þess óska, félagsráðgjöf veitt og meira að segja boðið upp á fótsnyrtingu. Utangarðsfólk þarf því ekki að mæla götur Reykjavík í kuldanum […]