Mælti í dag fyrir frumvarpi Hreyfingarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir rækilegri uppstokkun við úthlutun aflaheimilda þannig að þær færist til sveitarfélagana í samræmi við þá veiðireynslu sem var til staðar á hverjum stað þegar framsalið var fyrst heimilað árið 1991. Frumvarpið eykur líka s.k. strandveiðikvóta, allur afli skal á innlenda uppboðsmarkaði […]
Nú þegar lítur út fyrir að Alþingi hefur ekki burði til þess að láta stjórnmálamenn bera ábyrgð á meintum lögbrotum sínum og svara til saka fyrir þar til bærum dómstól, í þessu tilfelli Landsdómi, er rétt að rifja upp forsögu þessa máls. Lög númer 142/2008 sem voru samþykkt í lok árs 2008 kváðu á um […]
Á fundi Atvinnuveganefndar Alþingis í morgun voru forstjóri og nokkrir yfirmenn stofnunarinnar, ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytisins og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fundurinn var áfellisdómur yfir Matvælastofnun (MAST) og greinilegt að stofnunin er handónýt og algerlega ófær um að sinna þessum mikilvæga málaflokki. MAST hefur tekið þann pól í hæðina að til að söluaðilar iðnaðarsalts og kadmíumáburðar verði […]
Nýlegar athugasemdir