Færslur fyrir október, 2010

Mánudagur 25.10 2010 - 13:17

Veðurspá Kvennafrídagsins

Í tilefni dagsins og þeirri nepju sem úti er er hér birt  ný veðurspá  fyrir kvöldið frá Veðurstúlkunum frægu.  Til hamingju með daginn konur.

Laugardagur 16.10 2010 - 12:18

Leikritinu lokið, 9% traust.

Jæja, þá er tíu daga leikriti Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms J. Sigfússonar lokið.  Það hófst daginn eftir mótmælin miklu 4. október þegar þau báðu stjórnarandstöðuna um aðstoð við að finna leiðir út úr vandanum og endaði í gærkvöld með yfirlýsingu Jóhönnu um að það standi ekki til að Ísland verði samfélag réttlætis og sanngirni.  Í […]

Fimmtudagur 14.10 2010 - 18:11

Neyðarstjórn eða kosningar.

Meðfylgjandi er tillaga þingmanna Hreyfingarinnar að myndun neyðarstjórnar.  Tillagan hefur verið send forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, með beiðni um fund.  Tillagan er lögð fram vegna þess að okkur þykir einsýnt að hvorki innan ríkisstjórnarinnar né stjórnarflokkanna ríki einhugur né raunverulegur vilji  til almennra aðgerða í þágu heimilanna. Tíminn er á þrotum og samfélagið […]

Fimmtudagur 14.10 2010 - 07:51

Skuldavandi heimilanna, enn og aftur.

Skuldavandi heimilanna er brýnasti vandinn sem vofir yfir í efnahagsmálum og verður ekki leystur undir forystu núverandi ríkisstjórnar.  Eftir fjölmarga fundi með ráðherrum (s.k. fimm-ráðherra hóp), öðrum þingmönnum (u.þ.b. þrjátíu) og nú síðast í gærkvöldi með s.k. hagsmunaaðilum sem teljast vera fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og Íbúðlánasjóður öðru megin og Hagsmunasamtök heimilanna, Umboðsmaður neytenda og Umboðsmaður skuldara hinum megin […]

Sunnudagur 10.10 2010 - 16:41

Brotajárn Egils

Ég horfði með áhuga á Silfur Egils áðan og það fyrsta sem kom upp í hugann var að það hefði gleymst að bjóða Hreyfingunni.  Þátturinn var hins vegar ekki lengi að breytast í einhvers konar gamalkunnugt  brotajárn þar sem að strax á fyrstu mínútunum hið hefðbundna Fjórflokkakarp tók yfirhöndina.  Þau höfðu skófluna og notuðu hana, illa en […]

Föstudagur 08.10 2010 - 15:10

Skuldavandi heimilanna

Sjaldan, og sennilega aldrei, hefur íslenskt samfélag staðið frammi fyrir eins alvarlegu efnahags- og samfélagslegu vandamáli og því sem skuldir heimilanna vegna hrunsins er orðið að.  Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að með sama áframahaldi verði 73.000 heimili orðin eignalaus hvað varðar eigið húsnæði árið 2011 eða um 62% allra heimila í landinu.  Það er vitað […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 02:21

Stefnuræða í miðri byltingu.

Þetta var skrýtinn dagur á Alþingi í kvöld.  Þúsundir manna, átta til tíu þúsund segir lögreglan, mótmæltu í stærstu og hávaðasömustu mótmælum Íslandssögunnar, börðu 200 lítra olíutunnur og köstuðu drasli í Alþingishúsið.  Mótmæli sem skákuðu jafnvel 20. janúar 2009, upphafi hins svo kallaða „sex daga stríðs“ þar sem reiptog mótmælenda, lögreglu og stjórnmálamanna leiddi til […]

Föstudagur 01.10 2010 - 09:19

Afrek Alþingis og nýju fötin keisarans.

Hvað varð um Réttlæti?  Hvað varð um Loforð?  Hvað varð um Heiðarleika?  Hvað varð um Ábyrgð?  Hvað varð um Jóhönnu?  Hvað varð um Vinstri-græn? Hvað varð um lýðræðisumbæturnar?  Persónukjörið næst ekki í gegn.  Lög um þjóðaratkvæðagreiðslur fást ekki samþykkt.  Fjármál stjórnmálaflokka eru áfram gjörspillt með nýjum lögum fjórflokksins.  „Úrræðin“ í skuldavanda heimilana eru á við pyntingarklefa.  […]

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur