Færslur fyrir september, 2010

Þriðjudagur 28.09 2010 - 23:57

Ráðherraábyrgð IV, Alþingi bregst.

Alþingi brást hlutverki sínu í dag þegar það klúðraði afgreiðslu þingsályktunartillögu þeirrar þingmannanefndar sem Alþingi sjálft kaus til að fjalla um þátt ráðherra og þátt Alþingis í hruninu.  Þetta var endapunkturinn á sérstaklega dapurlegu ferli þar sem meirihluti þingmanna einfaldlega  hafnaði því að þrír af þeim fjórum ráðherrum sem þingmannanefndin lagði til að færu fyrir Landsdóm bæru […]

Þriðjudagur 28.09 2010 - 09:11

Ráðherraábyrgð III, lokadagurinn

Framundan er atkvæðagreiðsla um hvort nokkrir stjórnmálamenn íslenskir séu ábyrgir gerða sinna eða aðgerðaleysis í aðdraganda hrunsins í október 2008.  Þingmannanefndin undir forystu þingmanns Atla Gíslasonar hefur skilað ef sér tillögum um að útkljáð skuli um ábyrgð fjögurra ráðherra fyrir Landsdómi.  Tillögur þingmannanefndarinnar eru mjög ítarlegar og vel rökstuddar og eftir mikla umræðu og gagnrýni […]

Miðvikudagur 22.09 2010 - 09:17

Ráðherraábyrgð II

Þá er fyrri umræðu lokið um þingsályktunartillögur þingmannanefndarinnar um hvort eigi að sækja til saka fjóra (þrjá) fyrrverandi ráðherra í hrunstjórn Geirs Haarde.  Sjálfur talaði ég í gær og  hér er tengill á ræðuna.  Það var merkilegt að fylgjast með umræðunni og það kom skýrt fram hversu umræðuhefðin hér á landi er oft innihaldslaus og […]

Sunnudagur 19.09 2010 - 10:48

Ráðherraábyrgð I

Það fór ekki beint vel af stað umræðan um ráðherraábyrgð og Landsdóm í þinginu s.l. föstudag.  Mikill grátkór Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var nú kominn með gagnsæi á heilann og taldi ófært að umræðan hæfist án þess þingmenn væru búnir að fá að sjá öll gögn málsins og að fresta yrði umræðunni þangað til.  Gott og […]

Fimmtudagur 16.09 2010 - 15:37

Skýrsla þingmannanefndarinnar III

Þar sem ræðurnar frá í gær voru ekki komnar inn á vef þingsins er ég skrifaði færsluna mína set ég  hér tengil á ræðuna.  Þetta er að mínu eigin mati sennilega besta innleggið mitt á þingið hvað ræður varðar og ég reyndi að vanda mig enda tilefnið mjög mikilvægt.  Við, það er Alþingi, samfélagið og […]

Miðvikudagur 15.09 2010 - 20:45

Skýrsla þingmannanefndarinnar II

Umræðan um skýrslu þingmannanefndarinnar hélt áfram í dag.  Umræðunni lauk svo síðdegis og á föstudag verður tekið til við að ræða tillögur þingmannanefndarinnar um ákærur á hendur ráðherrana fjögurra.  Umræðan um skýrsluna hefur verið ágæt og menn virðast sammála um að það þurfi að hrinda því í framkvæmd sem nefndin leggur til.  Varðandi ákærurunar leikur […]

Sunnudagur 12.09 2010 - 18:07

Skýrsla þingmannanefndarinnar I

Eftir að aðgangur var opnaður að skýrslu þingmannanefndar Alþingis (Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eins og hún heitir fullu nafni, sjá hér) klukkan fimm í gær komu fljótlega fram ansi harkalegir dómar um skýrsluna og þá sérstaklega þá þætti sem snúa að ábyrgð ráðherra. Eftir yfirferð þinghóps Hreyfingarinnar um verkið með […]

Laugardagur 11.09 2010 - 13:51

Gleymum ekki upphafinu.

Á þessum degi þegar það mun skýrast að hluta til hversu vel Alþingi og Íslendingum mun takast að gera upp hrunið skulum við ekki gleyma því hvaðan við komum og hvað gerðist hér á landi fram til dagsins í dag.  Ég hef af því tilefni sett in tengla á tvö video sem heita  „Gleymum ekki upphafinu […]

Laugardagur 11.09 2010 - 00:05

Halló Eyja – yfirlýsing

Þar sem ég er nú orðinn formlegur bloggari á Eyjunni, sem er viðeigandi þar sem eftirnafn mitt Saari, þýðir eyja á finnsku, tel ég rétt að skýra nánar frá veru minni hér. Eyju bloggið verður fyrst og fremst notað til að koma upplýsingum til almennings um það sem er að gerast hjá mér sem þingmanni […]

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur