Í dag var á þinginu rædd tillaga mín og fleiri um framhald stjórnarskrármálsins og vísan þess í þjóðaratkvæðagreiðslu næsta sumar. Greinilegt var að Sjálfstæðisflokkurinn og nokkrir þingmenn Framsóknar (þó bara þrír, Vigdís Hauksdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur formaður) voru og ætla sér að vera á móti ritun nýrrar stjónarskrár alveg sama hvað og málflutningur þeirra var þunnur og til vansa á köflum. Formaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Hreyfinguna um samsæri um aðkoma stjórnarskránni í gegn og hélt því fram að utanríkisráðherra væri lygari eftir að Össur í andsvari við hann rifjaði upp sögu málsins. Formaður Framsóknarflokksins talaði um þá sem vilja standa að gerð nýrrar stjórnarskrár sem fasista og kommúnista í einhverju mjög undarlegu samhengi sem ekkert okkar sem hlustuðum á ræðu hans skildum.
Það virðist vera að fjara hratt undan formönnum stjórnarandstöðuflokkana innan eigin þingflokka þar sem aðeins einn til tveir þingmenn Framsóknar voru í salnum þegar formaðurinn flutti ræðu sína. Formaður Sjálfstæðisflokksins talaði fyrir tómum þingsal fyrir utan Pétur Blöndal sem var eini Sjálfstæðismaðurinn í salnum og félagar hans sáust ekki heldur í hliðarherbergjum.
Það er skammarlegt að sérhagsmunagæsla Sjálfstæðsiflokksins og þriggja þingmanna Framsóknar skuli rista svo djúpt að ný stjórnarkrá fyrir landið skiptir þá ekki einu sinni máli. Sérhagsmunina ofar öllu og til fjandans með þjóðina eru skilaboðin sem þetta fólk sendi út í dag.
Þar sem ný stjórnarskrá er eitt af aðal stefnumálum Hreyfingarinnar og við höfum barist mikið fyrir málinu alla tíð flutti ég ræðu um málið þar sem ég gagnrýndi harðlega málflutning úrtölumannanna. Ég fór einnig rækilega yfir sögu málsins sem er góð upprifjun fyrir mjög merkilegt mál og vinnulag við ritun stjórnarskrár sem hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana fyrir mjög opið og lýðræðislegt ferli. Ræðuna má sjá hér.
Nýlegar athugasemdir