Föstudagur 24.02.2012 - 13:54 - FB ummæli ()

„Viljandi“ misskilningur um stjórnarskrá?

Stigið hafa fram tveir fulltrúar úr Stjórnlagaráði sem hvorugur virðast skilja hvernig ferlinu við gerð nýrrar stjórnarskrár var ætlað að vera. Öllu athyglisverðari er misskilningur formanns Stjórnlagaráðsins sem sat fund í Stjórnkipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með varaformanni Stjórnlagaráðs og fulltrúum þeirra þriggja nefnda sem voru í ráðinu en á þeim fundi kom skýrt fram hver næstu skref yrðu. Ekki var annað að heyra á þeim en að þein fyndist að kalla ætti Stjórnlagaráð saman með formlegum hætti með einhverjum fyrirvara og að þau reiknuðu með (og hafa þá væntanlega verið búin að ráðfæra sig við aðra fulltrúa) að meðlimir Stjórnlagaráðs myndu hiklaust leggja önnur verkfeni til hliðar. Bréf hennar til forsætisnefndar Alþingis er því miður ekki í samræmi við þennan fund né það sem alltaf hefur legið ljóst fyrir um ferli málsins. Það kemur einnig á óvart að hinn fulltrúinn skuli ekki vita hver skilyrði núvernadi stjórnarskrár eru við stjórnarskrárbreytingar. Þar ber Alþingi að hafa með málið að gera sem það mun að sjálfsögðu gera á næsta þingi og hefur til þess 9 mánuði. Þingið er því ekki að framselja valdið neitt annað eins og hann heldur fram heldur er verið að vinna það í samráði við þjóðina.

Misskilningur Pawels og Salvarar hljómar því miður „viljandi“ eins og sagt er. Það lá fyrir frá upphafi hvert ferlið yrði þegar Alþingi útvistaði gerð nýrrar stjórnarskrár. Til að tryggja þátttöku almennings og að enginn einn aðili eða hópur fólks gæti ráðið málinu á einstökum stigum þess var fyrst boðað til 1.000 manna Þjóðfundar með slembivali (sem gefur fullkomið þversnið af þjóðinni). Síðan valdi Alþingi sjö manna Stjórnlaganefnd sem skyldi taka saman gögn þjóðfundarins sem og önnur sem hafa verið unnin í stjórnarskrármálum gegnum tíðina og leggja þau fyrir þjóðkjörið Stjórnlagaráð sem 84.000 manns kusu. Tillögur þess skyldu fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fengi þær til meðferðar til að þingið gæti stuðst við vilja þjóðarinar eins og hann birtist í þeirri akvæðagreiðslu. Þá og fyrst þá mun Alþingi taka efnilega afstöðu til frumvarpsins og einstakra þátta þess eins og því ber að gera samkvæmt núgildandi stjórnarskrá og til þess mun þingið hafa heilt ár. Andstæðingar þess á þingi (Sjálfstæðisflokkur og fjórir Framsókanrmenn) eru æfir út af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja alfarið fá að ráða málinu sjálfir og eru núna að vinna í því að Stjórnlagaráð sundrist. Tveir fulltrúar í ráðinu sem tengjast Sjálfstæðisflokknum hafa nú svikið loforð um að klára málið (annar er Póllandi og hinn á leið til útlanda). Vonandi sýna hinir meiri ábyrgð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur