Mánudagur 11.03.2013 - 23:37 - FB ummæli ()

Ræður dagsins

Vantrauststillagan var felld í dag með stuðningi Bjartrar framtíðar sem er orðin að eins Orwellískum öfugmælasamtökum og hugsast getur. Þau hafa nú staðsett sig með þeim öflum, stjórnmálastéttinni, klíkuveldinu og valdastéttinni sem vill ekki nýja stjórnarskrá. Fá svo væntanlega einhverja brauðmola af borði Árna Páls að loknum kosningum ef þær fara illa. Hefði búist við merkilegri stjórnmálum en þetta frá Besta flokknum og Jóni Gnarr og co. Hvað um það. Umræðan í dag var að mestu ómálefnalegt raus og kosningatal sem skipti engu máli fyrir málið sjálft og það var athyglisvert hvað þingmenn forðuðust að tala um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Eini stjórnarþingmaðurinn sem var málefnalegur og talaði eingöngu um stjórnarskrána var Björn Valur Gíslason og fær hann hrós fyrir þó við höfum ekki verið sammála. Ég flutti tvær ræður og læt ég upptökur af þeim fylgja með til hægðarauka fyrir lesendur ef menn vilja kynna sér rökstuðning minn fyrir vantrauststillögunni. Góða skemmtun.

Fyrri ræðan er hér.

Seinni ræðan er hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur