Enn einu sinni hefur forysta ASÍ gengið gegn hagsmunum félagsmanna sinna og nú skrifað undir „kjara“samning sem er smánarlega skammarlegur. 5% launahækkun fyrir þá tekjulægstu og 2.8% fyrir hina í 4,8 % verðbólgu eru auðvitað óskasamningar atvinnurekenda. Frekari staðreyndir um ný gerðan kjarasamning og skattbreytingar stjórnvalda má fá hjá Vilhjálmi Birgissynis formanni Verkalýðsfélags Akraness en hann bendir á að skattalækkun manns með eina milljón á mánuði verði 42.000 krónur á ári eða 3.500 krónur á mánuði þegar launahækkun lágtekjufólks verður 68.000 á ári eða 5.666 krónur á mánuði. Munurinn er 2.166 krónur.
Þegar ríkisvaldið, atvinnurekendur og verkalýðsforustan snýr bökum saman og skammtar launin úr ríkiskassanum þá er komin upp sama staða og var á Ítalíu millistríðsáranna og síðar í Þýskalandi. Og Fjórflokkurinn allur með á málinu. Sorrí, en þessi staða hér á landi býður ekki upp á glæsilega framtíð fyrir almenning eða lýðræðið í landinu. Auk þess hefur forysta verkalýðshreyfingarinnar komið sínum málum fyrir þannig að það er ekki hægt að kjósa hana burt (þ.e. forystu ASÍ). Því þarf auðvitað að breyta lögum og gera almennum félagsmönnum kleyft að velja sér forystu í heildarsamtökum launþega með beinni almennri kosningu. Á meðan það er lagaskylda að greiða félagsgjöld á að sjálfsögðu að vera skylda að forystumenn sé kosnir beinni kosningu. Annars ber að afnema skyldugreiðslur til verkalýðsfélaga.
Það er vonandi að félagsmenn kolfelli þessa saminga og krefjist afsagnar forystumanna sinna (nema Vilhjálms).
Nýlegar athugasemdir