Hafandi fylgst með Gylfa Arnbjörnssyni og forystu ASÍ undanfarin ár og hafandi einnig nokkurra ára reynslu úr kjarabaráttu sjómanna þegar ég tilheyrði þeirri stétt get ég ekki annað en komist að einni niðurstöðu.
Ég held að Gylfi Arnbjörnsson sé huldumaður Samtaka atvinnulífsins í launþegahreyfingunni og að hann muni eins lengi og hann getur snúa bökum saman með yfirstétt landsins og kúga launafólk. Það er ekki annað að gera en að fella þessa samninga, krefjast afsagnar Gylfa og/eða stofna ný verkalýðsfélög utan ASÍ. Bann við heildarsamtökum atvinnulífs og launþega á forsendum valddreifingar og samkeppni ætti svo að vera næsta skref í lagasetningu á Alþingi.
Nýlegar athugasemdir