Vegna fjölda áskorana innan sem utan Pírata, einlægs áhuga á betra samfélagi, sem og þeirrar þrálátu áráttu að geta ekki þagað um brýn málefni samfélagsins, hef ég ákveðið að leggja mitt af mörkum og bjóða mig fram í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi sem fram fer 23. til 30. september.
Hrun íslenskra stjórnmála er staðreynd og útilokað er að Fjórflokkurinn nái að endurreisa stjórnmálaumhverfið á þeim lýðræðislegu og siðferðilegu forsendum sem þörf er.
Í þeirri stöðu eru mikilvægustu málin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, breytt og betri stjórnmál, mál sem munu ekki nást fram nema með innleiðingu nýju stjórnarskrárinnar, hverra drög hafa þegar verið samþykkt af almenningi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Til þess verks er Pírötum best treystandi af öllum íslenskum stjórnmálaflokkum.
Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál og tökum þátt í endurnýjun stjórnmála og samfélags á nýjum og betri forsendum.
Þór Saari, hagfræðingur.
Nýlegar athugasemdir