Komandi kosningar snúast ekki um skatta. Þær snúast um hvort það skili einhverju öðru en meiri spillingu að kjósa aftur í sama hjólfarið. Tveir milljónamæringar sem aldrei hafa stigið færi inn í fjölbýlishús, eru ekki að fara að berjast fyrir þínum hagsmunum. Í alvörunni.
Ágætu lesendur. Það skiptir þó samt í raun engu máli hvað við kjósum oft inn í þetta sama ónýta stjórnmálaumhverfi, vegna þess að það er ónýtt mun ekkert breytast. Því þarf nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem veitir stjórnmálaflokkum og stjórnmálunum almennt, aðhald með persónukjöri og þjóðaratkvæðagreiðslum að frumkvæði almennings.
Píratar eru þeir einu sem hafa nýja stjórnarskrá að aðal máli en VG og Samfylkingin eru þó líka heit fyrir málinu. Því eru þetta einu flokkarnir sem vert er að kjósa. Helst Pírata samt, því þú tryggir ekki eftir á.
Nýlegar athugasemdir