Föstudagur 27.10.2017 - 08:45 - FB ummæli ()

Á morgun eru þínar kosningar.

Kosningarnar á morgun eru þínar kosningar, ekki kosningar fagurgalandi stjórnmálaflokka og það skiptir miklu máli hver niðurstaðan verður.
Kosningarnar á morgun snúast ekki um skatta, flugvöll, ESB eða sauðfé. Þær snúast um spillt og ónýt stjórnmál og það hvort íslendingar eru tilbúnir að snúa af þeirri braut. Snúa af braut spillingar atvinnulífs og stjórnmála, af braut vanhæfrar flokkspólitískrar stjórnsýslu, af braut flokkspólitísks réttarkerfis, af braut sérhagsmunavörslu stjórnmálaflokka fyrir vini og vandamenn, og af braut stjórnmála umhverfis sem sinnir ekki skyldu sinni. Stjórnmálaumhverfið hér á landi er hrunið og stjórnmálamenn geta ekki lengur sinnt hlutverki sínu sem umboðsmenn kjósenda, að óbreyttu.
Það skiptir því ekki málið hvað kosið er oft, ef kosið er aftur og aftur í sama hjólfarið.
Þess vegna þarf nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem veitir stjórnmálaflokkum og stjórnmálunum virkt aðhald, aðhald með persónukjöri og aðhald með þjóðaratkvæðagreiðslum að frumkvæði almennings. Stjórnarskrá sem eflir lýðræðið um allt land með jöfnu vægi atkvæða. Píratar eru eini flokkurinn sem hefur nýja stjórnarskrá að aðal stefnumáli, en VG og Samfylkingin eru þó líka heit fyrir málinu.
Því eru þetta einu flokkarnir sem vert er að kjósa. Helst Pírata samt, því þú tryggir ekki eftir á.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur