Eftir yfirferð gegnum kosningaloforð þeirra fjögurra framboða sem okkur standa til boða að kjósa á laugardaginn, er niðurstaða mín að ekkert þeirra, já ekkert, hugnist Álftnesingum og vilja þeirra sem hugnast að búa í „Sveit í borg“. Hér eru stefnumál framboðana varðandi „Sveit í Borg“.
X-B (Framsóknarflokkur) er ekki með eitt orð um umhverfis- og náttúruvernd.
X-G (Garðabæjarlistinn) er ekki með eitt orð um umhverfis- og náttúruvernd.
X-M (Miðflokkurinn) er með loðið orðalag um að gera Garðabæ „betri, öruggari og umhverfisvænni“ hvað svo sem það nú þýðir.
X-D (Sjálfstæðisflokkurinn) talar um að „Vernda náttúruperlur sem eru í bæjarlandinu og auðvelda aðgengi að þeim.“ Það er því miður er ekkert að marka þetta loforð sé horft til fyrirliggjandi deiliskipulagstillagna um enn eitt stærðar blokkarhverfi á Álftanesinu sem og aðalskipulags, þar sem hugmyndinni um „Sveit í borg“ er einfaldlega hent í ruslið.
Álftanesið er að stórum hluta til náttúruperla og stór hluti þess gæti vel verið á pari við Heiðmörkina sem frábært útivistarsvæði og væri auðveldlega eitthvert besta fuglaskoðunarsvæði landsins, ef rétt væri haldið á málum. Þess í stað liggur vilji allra framboðana í Garðabæ til þess eins að hella hér inn meira malbiki og meiri steypu. Það er óendanlega sorglegt að horfa upp á þessa stöðu og að ekkert framboðana fer eftir vilja meirihluta íbúana hér. Það að skila auðu mun því miður ekki breyta neinu þar um heldur. Það er þó varla annað hægt.
Nýlegar athugasemdir