Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 05.05 2016 - 12:36

RÍKIÐ

Öll ríki eru tegundir af samfélögum og öllum samfélögum er komið á til að gera eitthvað gott, vegna þess að mannkynið reynir ætíð að gera það sem það telur að leiði til góðs. En ef öll samfélög stefna að gæðum, þá hlýtur stjórnmálalegt samfélag sem er æðst þeirra að vera umfram önnur í því að […]

Þriðjudagur 02.12 2014 - 22:34

HUGLEIÐING UM HUGLEIÐINGAR UM GAGNRÝNA HUGSUN

Hugleiðing í upphafi málþings í Hannesarholti um bókina „Hugleiðingar um gagnrýna hugsun“ eftir þá Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason. 2. desember 2014   Ágætu gestir, ágætu höfundar Mér er mikill heiður sýndur með því að vera beðinn um að ávarpa fundinn og takk fyrir það. Ég varð undrandi þegar Henry fór þess á leit […]

Miðvikudagur 19.11 2014 - 19:18

Mótmæla – dólgshætti?

Það er komin upp einkennileg staða í þessu landi. Fólk safnast saman á Austurvelli – þessum forna grasnytjareit og andans miðju til að mótmæla dólgshætti stjórnvalda. Ég minnist þess ekki áður að slíkt hafi verið í brennipunkti mótmæla. Dólg merkir orrusta og sá sem er dólgslegur er fruntalegur og uppivöðslusamur og slíkur maður er óvinveittur. […]

Laugardagur 08.02 2014 - 12:55

Tapið í PISA

Íslendingar töpuðu í PISA og enginn skilur neitt í neinu.  Yfirborðskennd umfjöllun fjölmiðla skilur þjóðina eftir vonsvikna með brotna sjálfsmynd um hæfni sína og hæfileika. Niðurstaða þjóðarinnar er rökrétt miðað við framsetninguna og umræðuna um að við Íslendingar séum bara svona heimskir – við kunnum ekki lexíurnar okkar. Hitt er svo verra að strákar virðast […]

Laugardagur 21.01 2012 - 18:10

SVOKALLAÐ, SELTSEM, ALLSKONAR OG ÆRA

Í svokölluðu landi býr svokölluð þjóð með svokallaðan forseta og þar situr svokallað þing og er nefnt Alþingi og heitir það frá fornu fari. Í þessu svokallaða landi gerist allskonar og margt er seltsem hitt og þetta. Í þessu svokallaða landi varð svokallað hrun en það er svokallað vegna þess að ótrúlega margir vildu eiga […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 15:51

Hvers vegna eru drengir öðruvísi?

Hvers vegna gengur drengjum ekki eins vel og stúlkum í námi? Það er vandamál hvaða viðhorf við höfum til drengja. Málið er stærra en svo að skýringa sé að leita í „ónýtum grunnskólum“, eins og heyrst hefur. Þó að þeir eigi að vinna betur eins og síðustu svör barnanna hér fyrir neðan benda til. Lítum á […]

Fimmtudagur 19.05 2011 - 21:27

ÍLÁT ER TAKMARKAÐ

Okkar Laugarvegur þar sem við reynum að skilja. Sumir ganga alla leið og eru sáttir, aðrir setjast á krá og fara þaðan aldrei og enn aðrir ganga búð úr búð og það er þeirra líf. Svo eru það þeir sem horfa til himins annað slagið og fylgjast með skýjafari og anda djúp. Annað slagið ber […]

Sunnudagur 10.04 2011 - 14:21

Píningsdómur hinn síðari

Diðrik Píning var hirðstjóri og aðmíráll Danakonungs, hann lagði til við Alþingi 1490 að það setti lög um samskipti Englendinga og Hansakaupmanna en langvinnur ófriður hafðiverið á milli þeirra í verslunarviðskiptum við Ísland. Það er ekkert líkt með þeim píningsdómi sem þjóðin hefur nú yfir sig kallað og þeim sem ég vísa í nema nafnið […]

Fimmtudagur 07.04 2011 - 10:28

Kannski er nei betra en já!

Ástandið verður áfram svipað og það er núna. Skattpeningar ríkisins og sveitarfélaga lækka sem kennir hinu opinbera ráðdeild. Ríkið verður að draga enn frekar saman seglin og hættir því að stækka. Sveitarfélög verða sameinuð til að tryggja betri nýtingu fjármagns til að geta borgað niður skuldir með skattfé í stað erlendra lána. Komið er í […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 23:26

Sjálfstæðisbaráttan

Gleðilegt ár Nú er nýtt ár gengið í garð með vonum sínum og væntingum. Árið 2011 leggst vel í mig. Að hluta til er það vegna þess að þá verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar fánabera sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld.  Hann er mikilvæg táknmynd þeirrar  þróunar sem nú á sér stað. Við erum […]

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur