Færslur fyrir mars, 2010

Miðvikudagur 31.03 2010 - 12:23

Skýrsla um sveitarstjórnarstigið á Íslandi

Í skýrslunni er m.a.s. tekið fram að viðbrögðin geti verið til fyrirmyndar fyrir önnur lönd

Fimmtudagur 25.03 2010 - 10:11

Fundur um óvissu í sjávarútvegi

Það vantar ekki lýsingarnar af fundinum á Ísafirði um óvissu í sjávarútvegi. Við sumar þeirra kannast ég en aðrar ekki. Var ég þó á fundinum sem fundarstjóri. Sagt er að hiti hafi verið í fundarmönnum. Þarna hafa líklega verið um 150 manns. Tveir menn gripu fram í fyrir framsögumönnum af og til. Það var nú […]

Fimmtudagur 11.03 2010 - 18:54

Hvað varð um jöfnun flutningskostnaðar?

Um allt land er talað um þörfina fyrir að jafna flutningskostnað til að draga úr þeim gríðarlega mun sem er á samkeppnisstöðu landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Umræða um þessa þörf hefur staðið lengi yfir og ekki lagast staðan. Flutningskostnaður er hreinlega að sliga sum fyrirtæki á landsbyggðinni og mismunurinn er það mikill að húsnæðiskostnaður sem oft […]

Sunnudagur 07.03 2010 - 13:12

Þjóðaratkvæði um auðlindir

Talað er um fiskimiðin sem sameiginlegar auðlindir og greiddur er af þeim sérstakur skattur til landsmanna af fiskveiðum. Fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins greiða stærstan hluta af þeim skatti sem rennur í sameiginlegan sjóð landsmanna sem ráðstafað er í Reykjavík. Þá eru flest opinber störf tengd sjávarútveginum í Reykjavík sem nýtur þess í ýmsum tekjustofnum. Orkuauðlindirnar eru […]

Laugardagur 06.03 2010 - 20:57

Hvað sameinar þjóð?

Ég renndi yfir nokkrar vef- og bloggsíður áðan og spurningin, hvað sameinar þjóð, kom upp í huga mér. Þar skiptast skoðanir nokkuð eftir flokkslínum en þó ekki alveg. Þórðargleði ríkir sums staðar, aðrir í fýlu, margir þó ánægðir með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram fer í dag. Um leið og ég hugsaði um hvað sameinaði þjóð þá […]

Föstudagur 05.03 2010 - 08:43

Að kjósa er vald

Það er vissulega rétt að erfitt getur verið að afgreiða flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna þarf að undirbúa slíkt mjög vel og vanda til verka. Á laugardaginn á að greiða atkvæði um hið svokallaða Icesave mál. Sú atkvæðagreiðsla kemur til vegna ákvörðunar forseta Íslands. Út frá því hvernig stjórnskipan í landinu er hugsuð er sú ákvörðun vægast […]

Mánudagur 01.03 2010 - 21:29

Breytingar í sjávarútvegi

Mín tilfinning er að flestir sem setja inn athugasemdir við greinar mínar um sjávarútveg, nú eða greinar annarra þar sem reynt er að útskýra stöðu atvinnugreinarinnar og mikilvægi, haldi að sjávarútvegur hafi ekkert breyst á undanförnum árum. Ég varð vitni að heilum þætti í sjónvarpinu um daginn þar sem tveir þingmenn töluðu um sjávarútveginn og vitnuðu […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur