Færslur fyrir júní, 2011

Laugardagur 11.06 2011 - 11:53

KR úr fallhættu?

Var að líta á stigatöfluna í efstu deild íslenska fótboltans. Sá að KR er nánast úr fallhættu – með 17 stig!

Fimmtudagur 09.06 2011 - 18:54

Guðni á móti ESB vegna misskilnings?

Guðni Ágústsson er á móti aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið vegna misskilnings.  Það kom skýrt fram í viðtali við hann á Útvarpi Sögu. Rök Guðna gegn aðildarviðræðum voru eitthvað á þá leið að „…við Íslendingar viljum ekki innflutning á lifandi búfénaði og hráu kjöti til Íslands. Við Íslendingar viljum ekki að Íslendingar beri vopn og gegni […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 20:51

Hin heilaga rannsóknarskýrsla

Mikilvæg rannsóknarskýrsla Alþingis vegna efnahagshrunsins hefur í hugum sumra verið nánast heilög. „Hin heilaga rannsóknarskýrsla“.   Á sama hátt hefur rannsóknarnefndin í hugum sumra verið jafn heilög og „Hinn heilagi rannsóknarréttur“. Ég veit að það sómafólk sem skipaði nefndina er ekki á þessari skoðun. Það veit vel að það er breiskt eins og annað fólk og […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 08:43

Afskrifum skuldir stjórnmálaflokka

Við eigum að afskrifa núverandi skuldir stjórnmálaflokkanna. Í kjölfarið innleiða algerlega gagnsætt kerfi þar sem hver króna í starfi stjórnmálaflokka verði uppi á borðinu – hvaðan hún kom og hvert hún fer. Þannig snarminnkum við núverandi tangarhald ýmissa hagsmunaaðilja sem nú hafa tök á stjórnmálaflokkunum gegnum skuldir þeirra. Það er nefnilega tangarhald í núverandi skuldum […]

Þriðjudagur 07.06 2011 - 20:11

Hræsnarar vildu Geir en ekki Ingibjörgu

Það er eðlilegt að Geir Haarde sé fúll út í þá sem greiddu atkvæði með því að draga hann fyrir Landsdóm. En þrátt fyrir það verður maðurinn að skilja að það voru rök fyrir því að svo yrði gert. Hins vegar voru engin rök fyrir því að draga Geir Haarde einan og sér fyrir dóminn. […]

Þriðjudagur 07.06 2011 - 08:29

Harpa taki sjaldséðari strætó!

Borgin vill að starfsfólk og þá væntanlega gestir Hörpu taki strætó. Á sama tíma dregur borgin úr tíðni strætisvagna úr 15 mínútum í 30 mínútur.  Er eitthvað hérna sem passar ekki?

Mánudagur 06.06 2011 - 11:31

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO

Við eigum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. Þá afgreiðum við í einu lagi ágreining um framtíðarstöðu Íslands á alþjóðavettvangi.

Föstudagur 03.06 2011 - 15:43

Jón Gnarr og rónarnir

Það var vel við hæfi að Jón Gnarr borgarstjóri tæki virkan þátt í tískusýningu Hjálpræðishersins á Austurvelli til að vekja athygli á fatasölu – og nytjahlutasölu Hjálpræðishersins.  Ágóði af sölunni rennur til dagseturs Hjálpræðishersins fyrir útigangsfólk, en eins og ég hef margoft vakið athygli á þá vinnur Hjálpræðisherinn afar gott og mikilvægt starf fyrir útigangsfólk í […]

Fimmtudagur 02.06 2011 - 10:36

Fjárhúskötturinn kominn í Framsókn

Það að hinn gallharði vinstri maður Ásmundur Einar Daðason fyrrum alþingismaður VG skuli ganga til liðs við Framsóknarflokkinn staðfestir að Framsóknarflokkurinn er að fjarlægjast hefðina sem frjálslyndur umbótaflokkur á miðju stjórnmálanna. Ég er ósáttur við þá vegferð sem Framsóknarflokkurinn hefur verið á að undanförnu – þrátt fyrir einstaka gott stefnumál flokksins – enda sagði ég mig […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 12:11

Slysagildru lokað!

Jón Gnarr* brást snarlega við og mun loka slysagildru strax í dag!  Fyrirmyndarvinnubrögð og borginni til sóma. Eftirfarandi kom fram áðan í athugasemdakerfi við pistil minn Barnaslys í boði borgarinnar? : „Komdu sæll Hallur, Nú í morgun var athygli mín vakin á bloggi þínu. Við erum búin að fara á staðin og skoða aðstæður. Þakka þér fyrir réttmæta ábendingu […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur