Á morgun, þ.e. mánudaginn 17 janúar, er boðað til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið og hefjast þau kl 16:30 en einhverjir munu mæta strax kl 15:00. Tímasetningin er vegna þess að Alþingi Íslendinga kemur aftur saman eftir jólafrí. Okkur finnst við eiga ýmislegt óuppgert við stjórnvöld og Alþingi er táknmynd þeirra þrátt fyrir að hinir raunverulegu […]
Við lestur viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu AGS kemur fram greinileg ánægja með árangur AGS á Íslandi. Vonandi verðum við ekki munsturríki AGS í norðri eins og Argentína var í suðri. Þegar kemur að gjaldeyrishöftunum þá eru nokkur atriði ljós. Það á að afnema gjaldeyrishöftin. AGS vill örugglega vera á staðnum þannig að […]
Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var gerð opinber í dag á heimasíðu sjóðsins og efnahagsráðuneytisins. Viljayfirlýsingin er dagsett 22. desember s.l. og hefur verið haldið leyndri fyrir almenningi allan þennan tíma. Ekki veit ég til þess að hún hafi verið rædd á Alþingi. Auk þess er hún ekki þýdd á íslensku heldur er eingöngu á […]
Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var gert þrátt fyrir að aðeins einn flokkur af fimm hefði það á stefnuskrá sinni. Því má segja að aðeins 30% þjóðarinnar hafi kosið umsókn að ESB. Ef það á að draga umsóknina til baka þá á Alþingi að gera það því þjóðin hefur þegar […]
Við Íslendingar gætum misst allar auðlindir okkar, orkuna, vatnið og fiskinn. Aðrar þjóðir hafa lent í því og við ættum að hafa lært það af hruninu að við erum ekkert sérstaklega bræt. Það var mjög athyglisvert viðtal við handboltakappann okkar Ólaf Stefánsson á Visi.is um auðlindamál. Ólafur var mættur á maraþon karókí Bjarkar í Norræna […]
Fréttir dagsins af Landsbankanum haustið 2008 toppar flest allt sem við höfum heyrt hingað til. Gjaldþrota banki sem tekur veð gild frá gjaldþrota fyrirtæki eftir að Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir alla starfsemi bankans er heimsmet. Auk þess er afbrotið samviskulega skráð í fundargerð um fund sem aldrei var haldinn. Ég held að það geti ekki […]
„Europe will be built through currency or it will not be built at all“ Jacques Rueff. Þegar við kaupum verðmæti(vörur, þjónustu) þá greiðum við fyrir það með öðrum verðmætum(alg. unnum klukkustundum). Vegna þess hversu flókið það er að að greiða alltaf með vinnutímum og hversu erfitt það er fyrir kaupmanninn að nota síðan vinnustundirnar okkar […]
Jóhanna kallaði þau ketti og Össur kallar Lilju hryssu. Orðaleikir sem sjálfsagt eru ætlaðir til heimabrúks hjá Samfylkingunni. Óvissan sem þessi pólitíska staða skapar er athyglisverð. Margir hafa velt fyrir sér mismunandi niðurstöðum á óvissunni. Nú er ekki gerlegt fyrir utanaðkomandi aðila, sem þekkir ekki alla málavexti eins vel og þeir sem standa í þessu, […]
Evrópusambandið vill fisk í matinn. Ekki bara það heldur vill ESB góðan fisk, veiddan á löglegan hátt eftir heilbrigðisstöðlum. Þess vegna eru til lög og stofnun í ESB sem fjallar um slík mál, DG Sanco. Til að geta flutt inn fisk til ESB þurfa skip sem veiða fiskinn að vera á DG Sanco lista ESB […]
Við áramót leggur maður mat á hið liðna og reynir að kristalla reynslu sína sér og sínum til framgangs á komandi árum. Rannsóknarskýrsla Alþingis og fleiri aðilar hafa reynt það sama. Gagnrýnt var að valdhafar landsins í aðdraganda hrunsins hefðu gert mörg mistök. Einnig er það ljóst að almenningur hefur mjög litla möguleika til að […]