Það er fátækt á Íslandi í dag. Þetta vita allir og lausnin er einnig þekkt. Þrátt fyrir það gerist ekkert, þeir fátæku eru enn fátækir, svangir og bíða í biðröðum eftir mat. Það á að skera niður hér og þar, menn halda fundi, ráðherrar mæta og hlusta en ekkert gerist. Stjórnvöld ræða um að leiðrétta […]
Joseph Stiglitz Nobelsverðlaunahafi í hagfræði skrifar athyglisverða grein í Guardian þann 19. október s.l.. http://www.guardian.co.uk/commentisfree/cifamerica/2010/oct/19/no-confidence-fairy-for-austerity-britain/print Í þeirri grein ræðir hann þá þráhyggju ríkisstjórna að skera niður í kreppu. Hann nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings og telur þessa aðferð fullreynda. Afleiðingarnar séu mun verri en hugsanlegur ávinningur. Hann er í raun að andmæla aðferðum […]
Í Evrópu gætir vaxandi óróleika og mótmæla. Þar eins og hér er ráðist á velferðakerfið og það er gert í skjóli bankakreppunnar. Eins og við vitum allt of vel þá urðu bankarnir óstarfhæfir vegna skulda. Hinn hluti hagkerfisins var að mjólka beljur, veiða fisk og bræða ál. Þrátt fyrir það sogaðist raunhagkerfið niður með bönkunum. […]
Verkalýðsbarátta gengur út á að bæta kjör. Grunnhugmyndin er að kjör einstaklingsins er ekki einkamál viðkomandi. Þess vegna ákváðu menn að deila kostnaðinum á milli sín. Þegar einhver er veikur og óvinnufær eða lendir í slysi þá slá allir saman í púkkið. Grunnhugmyndin er að jafna kostnaðinum. Áður fyrr var það vandamál einstaklingsins að bjarga […]
Forustumenn verkalýðshreyfingarinnar eru innmúraðir inní valdaelítu landsins. Það hefur átt sér töluverðan aðdraganda og er því ekkert nýtt. Nýjasta birtingamynd þess í dag er togstreita forystunnar á milli þess að stjórna lífeyrissjóðum eða verkalýðsfélagi. Röksemdarfærslunni er stillt þannig upp að ekki komi til greina að reka afa og ömmu út á gaddinn vegna óráðssíu unga […]
Í dag fer fram mikil barátta um allan heim. Baráttan snýst um hvort tap banka skuli vera fjármagnað af almenningi eða þeim sem orsökuðu bankahrunið. Það voru bankarnir sem gátu ekki fjármagnað sjálfa sig á gjalddaga og fóru því í gjaldþrot. Afleiðingarnar fyrir almenning eru vel þekktar og augljóst að hugmynd bankanna er að koma […]
Það voru kröftug tunnumótmæli mánudagskvöldið 4 október. Ríkisstjórnin túlkaði mótmælin þannig að skuldug heimili væru ekki sátt, í raun mjög ósátt. Ríkisstjórnin steig ofan af stalli sínum og gaf í skyn að hún væri ekki fullkomin, hún hefði verið of fljót á sér að lofa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að gera ekkert frekar fyrir skuldug heimili. Hún meira […]
Það er talið of dýrt að hjálpa heimilunum. Lífeyrir landsmanna þurrkast út og Íbúðalánasjóður og bankarnir fara á hausinn, sorry ekki hægt. Rætt er um að afskriftirnar séu um 4% af eignum lífeyrissjóðanna, þeir fara varla á hausinn af þeirri ástæðunni. Einnig keyptu lífeyrissjóðirnir skuldir með afslætti sem þeir rukka núna að fullu. Auk þess […]
Það er tekist á í dag. Baráttan er á milli lántakenda og lánadrottna. Það er hin raunverulega barátta í dag. Undir yfirborðinu kraumar skipulag peningakerfisins í heild sinni. Til einföldunar ræðum við eingöngu um afskriftir á stolnu fé lánadrottna frá lántakendum. Við erum í allri hógværð að fara fram á leiðréttingu, ekki afskriftir. Sumir fara […]
Sökum þess að afskriftir á skuldum heimilanna virðast valda mörgum áhyggjum er ágætt að rifja upp sögu skuldarinnar. Saga skuldarinnar og þrælsins eiga sér sama upphaf og samtvinnast síðast liðin 5000 ár. Í Mesopótamíu gerðu menn sér grein fyrir að skuldir hefðu tilhneigingu til að vaxa hraðar en uppskeran sem stóð undir þeim. Af þeim […]