Færslur fyrir apríl, 2009

Föstudagur 17.04 2009 - 18:54

Stjórnarskráin

Stjórnarskrármálið verður tekið af dagskrá og að ekkert verður af breytingum á stjórnarskránni í bili. Í tengslum við það er Sjálfstæðisflokknum kennt um allt saman. Þær ásakanir eru ekki réttmætar því áherslur þingmanna Sjálfstæðisflokksins sneru fyrst og fremst að því að ekki yrðu gerðar breytingar á grundvallarlögum lýðveldisins að vanhugsuðu máli. Hefðin er sú að […]

Fimmtudagur 16.04 2009 - 22:02

Fjölgun fiska?

Þegar maður hlustar á pólitískar umræður þessa dagana þá er átakanlegt hversu lítið er um lausnir eða a.m.k. hugmyndir um lausnir. Gömlu góðu slagorðin eru á sínum stað, gamli góði Steingrímur J. er flottur, líka í slagorðunum. Lausnirnar geta varla verið fólgnar í mikið hærri sköttum en eru nú þegar. Fólk er að verða fyrir […]

Miðvikudagur 15.04 2009 - 16:48

Kom af fjöllum

Nei þessi færsla er ekki um íslensk stjórnmál þó fyrirsögnin geti alveg átt við um stöðu íslenskra kjósenda og margra frambjóðenda. Það er sífellt fleirum að verða ljóst hversu mikil náttúruparadís Vestfirðirnir eru og mér finnst líklegt að Íslendingum muni fjölga mjög sem gestum hér í sumar. En það þarf ekki endilega að koma hingað […]

Mánudagur 13.04 2009 - 20:22

Stjórnmál

Að lokinni vel heppnaðri páskahelgi þar sem saman tvinnaðist vinna, Skíðavika og tónleikar þá renndi ég yfir vefmiðlana. Þar er samantekt á því helsta sem gerst hefur undanfarna daga í landsmálunum. Og hvað hefur gerst? Eru komnar fram bættar hugmyndir um að bæta stöðu almennings? Eða fyrirtækjanna? Eða ríkissjóðs? Eða sveitarfélaganna? Nei ekki varð ég […]

Laugardagur 11.04 2009 - 20:53

Snillingar

Það er ekki ofsögum sagt að upphafsmenn að tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem nú er haldin í sjötta sinn á Ísafirði, eru miklir snillingar. Að fá hugmynd er eitt en að koma henni í framkvæmd og hafa úthald í að halda áfram er annað. Það er virkilega gaman að vera á tónleikunum og hlusta […]

Fimmtudagur 09.04 2009 - 20:39

Tölum hreint út

Fréttir af mjög háum styrkum tveggja fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins eru vondar fyrir okkur öll. Þess vegna var mikilvægt að forysta flokksins tók strax ákvörðun um að endurgreiða þessa styrki sem eru óeðlilega háir. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir ábyrgð á þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um að ganga hreint til verks. Það er flokknum […]

Þriðjudagur 07.04 2009 - 16:44

Komdu vestur

Hér í Ísafjarðarbæ er að venju mikið um að vera. Í gær lauk 3ja daga Unglingameistaramóti Íslands á skíðum og framundan er skíða- og menningarveisla. Skíðavikan www.skidavikan.is verður sett á morgun. Dagskrá hennar er að vanda umfangsmikil, sýningar, skíðaferðir og ótal atburðir er þar að finna. Það er ekki möguleiki gera allt sem boðið er upp […]

Mánudagur 06.04 2009 - 13:00

Hver er sýn frambjóðenda á sveitarfélögin?

Það er stutt til kosninga og frekar óraunverulegt að ganga til þeirra við þessar aðstæður hjá þjóðinni. Betra hefði verið að kjósa í haust og nýta tímann til aðgerða til að bæta aðstæður atvinnulífs og heimila frekar en standa í kosningabaráttu þegar við megum engan tíma missa. En ekki meira um það. Mig langar til […]

Laugardagur 04.04 2009 - 18:28

Grundvallarlög íslensks lýðveldis

Enn er tekist á um breytingar á stjórnarskrá á Alþingi. Ríkisstjórnin ætlar að keyra í gegn breytingar á stjórnarskránni fyrir kosningar og segir að þjóðin vilji breytingar á stjórnarskránni. Ég tel það alveg skýrt að þjóðin vilji breytingar á stjórnarskránni. Ég vil sjá ákveðnar breytingar á grundvallarlögum okkar Íslendinga. En ég vil sjá þær gerðar […]

Föstudagur 03.04 2009 - 17:54

Við skulum ræða það

Nokkur umræða hefur orðið um tillögu til hagræðingar í rekstri sem Akureyrarbær hefur sett fram. Þar er miðað við að sem flestir starfsmenn sveitarfélaga geti tekið á sig allt að 5% skerðingu á launum en á móti taki þeir frí sem nemur einum degi í mánuði eða 10 dögum á ári. Ég hef tekið undir […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur