Fimmtudagur 22.03.2012 - 19:33 - Rita ummæli

Sveitarstjórnarmál, 26. landsþing 23. mars

Árlega halda sveitarstjórnarmenn á Íslandi landsþing undir merkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun þann 23. mars höldum við landsþing á Hótel Natura (Loftleiðir). Þingið hefst kl. 9:30 og stendur allan daginn. Öll 75 sveitarfélögin á Íslandi eiga sína fulltrúa á landsþingum og alltaf er góð mæting.

Lýðræðismál, efling sveitarstjórnarstigsins og notendastýrð persónuleg aðstoð eru meginefni þingsins að þessu sinni. Við þurfum að ræða íbúalýðræði í samhengi við breytingar á sveitarstjórnarlögum og fleira sem er að gerast. Það er ekki allt sem sýnist í þessum málum og oft er umræðan á villigötum.

Í setningarræðu minni á morgun mun ég koma inn á þessu meginefni þingsins en einnig ræða tónlistarskólamálin sem við héldum að við hefðum leyst með samningi við ríkisstjórnina 13. maí í fyrra. Svo reyndist ekki vera því þrátt fyrir hátimbraðar yfirlýsingar fjögurra ráðherra við undirritunina fylgir hugur ekki máli. Fljótlega kom í ljós að endurskoða þurfti forsendur samningsins eins og rætt var um í aðdraganda hans og á undirritunardegi. Þá muna ráðherrarnir skyndilega ekki neitt.

Meira um þetta allt á landsþinginu og svo hugsanlega hér á síðunni seinna.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur