Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 11.03 2010 - 18:54

Hvað varð um jöfnun flutningskostnaðar?

Um allt land er talað um þörfina fyrir að jafna flutningskostnað til að draga úr þeim gríðarlega mun sem er á samkeppnisstöðu landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Umræða um þessa þörf hefur staðið lengi yfir og ekki lagast staðan. Flutningskostnaður er hreinlega að sliga sum fyrirtæki á landsbyggðinni og mismunurinn er það mikill að húsnæðiskostnaður sem oft […]

Sunnudagur 07.03 2010 - 13:12

Þjóðaratkvæði um auðlindir

Talað er um fiskimiðin sem sameiginlegar auðlindir og greiddur er af þeim sérstakur skattur til landsmanna af fiskveiðum. Fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins greiða stærstan hluta af þeim skatti sem rennur í sameiginlegan sjóð landsmanna sem ráðstafað er í Reykjavík. Þá eru flest opinber störf tengd sjávarútveginum í Reykjavík sem nýtur þess í ýmsum tekjustofnum. Orkuauðlindirnar eru […]

Laugardagur 06.03 2010 - 20:57

Hvað sameinar þjóð?

Ég renndi yfir nokkrar vef- og bloggsíður áðan og spurningin, hvað sameinar þjóð, kom upp í huga mér. Þar skiptast skoðanir nokkuð eftir flokkslínum en þó ekki alveg. Þórðargleði ríkir sums staðar, aðrir í fýlu, margir þó ánægðir með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram fer í dag. Um leið og ég hugsaði um hvað sameinaði þjóð þá […]

Föstudagur 05.03 2010 - 08:43

Að kjósa er vald

Það er vissulega rétt að erfitt getur verið að afgreiða flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna þarf að undirbúa slíkt mjög vel og vanda til verka. Á laugardaginn á að greiða atkvæði um hið svokallaða Icesave mál. Sú atkvæðagreiðsla kemur til vegna ákvörðunar forseta Íslands. Út frá því hvernig stjórnskipan í landinu er hugsuð er sú ákvörðun vægast […]

Mánudagur 01.03 2010 - 21:29

Breytingar í sjávarútvegi

Mín tilfinning er að flestir sem setja inn athugasemdir við greinar mínar um sjávarútveg, nú eða greinar annarra þar sem reynt er að útskýra stöðu atvinnugreinarinnar og mikilvægi, haldi að sjávarútvegur hafi ekkert breyst á undanförnum árum. Ég varð vitni að heilum þætti í sjónvarpinu um daginn þar sem tveir þingmenn töluðu um sjávarútveginn og vitnuðu […]

Föstudagur 26.02 2010 - 18:29

ESB og sjávarútvegsmálin

Ég hef um langa hríð verið hlynntur því að íslenska þjóðin færi í aðildarviðræður við Evrópusambandið, þar væri látið reyna á það hvernig samning þjóðin gæti fengið og kosið svo um þá niðurstöðu. Um þetta hef ég skrifað greinar og það löngu fyrir bankahrunið. Hrunið hafði sem sagt ekki þau áhrif að ég væri hlynntur […]

Fimmtudagur 25.02 2010 - 19:59

Afneitun

Það er ótrúlegt að lesa fréttir af grein Ingibjargar Sólrúnar. Ég hef nefnilega ekki lesið greinina sjálfa en sé að marka fréttir fer fv. formaður Samfylkingarinnar með himinskautum í afneitun vegna þess ástands sem hér skapaðist og kristallaðist í bankahruni haustið 2008. Það er ljóst að ábyrgðin hvílir á mörgum, m.a. stjórnamálamönnum. Það er ekkert […]

Miðvikudagur 24.02 2010 - 20:29

Stórt verkefni

Í dag komu fulltrúar sveitarfélaganna í landinu saman til vinnufundar um málefni fatlaðra. Þessi fundur var sérstaklega hugsaður til að fjalla um málið frá sjónarhóli sveitarfélaganna. Við höfum haldið fundi með öllum hagsmunaaðilum og tökum alvarlega setninguna góðu: ,,Ekkert um okkur án okkar.“ En núna vorum við að ræða hvað þyrfti að gera þá rúmu […]

Þriðjudagur 23.02 2010 - 15:25

Stefnumál sambandsins 2009-2010

Það getur verið gagnlegt að kíkja á samþykkta stefnu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í hinum ýmsu málum er varða sveitarstjórnarstigið í landinu. Verkefnin eru fjölbreytt, miklu fjölbreyttari en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Kíkið á þetta og ýmislegt fleira á síðu sambandsins.

Föstudagur 19.02 2010 - 16:50

Málefni fatlaðra, nærþjónusta sveitarfélaga

Stefnt er að því að málefni fatlaðra færist frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011 og að því er unnið. Framundan er vinnufundur sveitarfélaga 24. febrúar um þetta mikilvæga mál. Um langa hríð hefur verið vilji fyrir því að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Það gekk næstum eftir árið 2001 en þá slitnaði […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur