Mikil þörf er fyrir byggingu húsnæðis í borginni. Ekki síst fyrir unga fólkið. Skortur þrýstir bæði kaupverði og leiguverði upp og getur skapað óeðlilega verðmyndun á markaði. Grunnurinn að viðráðanlegu kaup- og leiguverði er að byggingarkostnaður sé ekki alltof hár. Álit fagfólks á nýrri byggingarreglugerð er að hún hækki byggingarkostnað. Endurskoðun hennar er liður í […]
Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag 1. nóvember. Sjálfstæðisfólk í Reykjavík hefur úr 20 manna fjölbreyttum og hæfileikaríkum hópi að velja í prófkjöri þann 16. nóvember nk. Frambjóðendur eru með ólíkar áherslur og þar af leiðandi er munur á því hvernig þeir vilja nálgast viðfangsefnin. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins sameina hópinn. Ég býð mig fram til […]
Umræðan um náttúruverndarlög nr. 60/2013 sem taka eiga gildi 1. apríl 2014 hefur verið mikil síðan umhverfisráðherra boðaði upptöku þeirra á þingi. Einhverjir vildu skilja ráðherra þannig að hann væri að boða einvaldsákvörðun um upptöku laga en flestir vita nú væntanlega að slíkt er ekki hægt. Alþingi eitt getur breytt lögum eða sett ný en […]
Það eru komin tvö ár síðan enn einni skýrslunni um húsnæðismál var skilað af þverpólitískum hópi. Í þeirri vinnu náðist samstaða um helstu mál. Fyrstu skref voru tekin við undirbúning upptöku húsnæðisbóta með sameiningu vaxtabóta og almennra húsaleigubóta í samvinnu við sveitarfélögin. Einn milljarður var settur í málaflokkinn í þeim tilgangi að jafna í áföngum […]
Allt landið er skipulagsskylt og samkvæmt skipulagslögum er sveitarfélögunum falið að annast gerð skipulagsáætlana. Sömu lög og tengdar reglugerðir eiga að tryggja vandað og frekar langt kynningar- og umsagnarferli við breytingu skipulags eða innleiðingu á nýju. Allir eiga umsagnarrétt um skipulag án tillits til þess hvar lögheimili þeirra er. Þess vegna er ekki óalgengt að […]
Neðanritað er leiðari sem ég skrifaði í Sveitarstjórnarmál sem komu út á dögunum. Eftir að ég skrifaði leiðarann kynnti Boston consulting group niðurstöður sínar á ráðstefnu í Hörpu. Þar er margt áhugavert að finna. Eitt af því er einmitt áhersla á mikilvægi þess að nærsamfélagið, sveitarfélögin, fái hluta tekna af ferðaþjónustu vegna þess stóra hlutverks […]
Fyrir þá sem lesa bara fyrirsagnir eða hluta greina: ,,Greinarhöfundur er alfarið á móti því að kynjum sé gert mishátt undir höfði í launum. Slíkt á ekki að líðast. Þessi grein fjallar um vandann sem fylgir launakönnunum og mikilvægi þess að unnar verði betri kannanir sem byggi á gögnum hjá hverju og einu sveitarfélagi.“ Í […]
Það er a.m.k. sagt að fyrirsagnir skipti máli. Ég er gestur Skota á árlegri ráðstefnu Cosla sem eru sveitarfélagasamtök skoskra. Hér hefur margt vakið athygli mína, ekki síst ákveðnar staðreyndir um stærðir. Mitt hlutverk er að tala um þá staðreynd að í núgildandi stjórnarskrá fjallar ein grein um hlutverk íslenskra sveitarfélaga. Þetta þykir Skotum vera […]
Samband íslenskra sveitarfélaga leggur mikla áherslu á upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna og almennings. Í því skyni er tímaritið Sveitarstjórnarmál gefið út mánaðarlega sem og vefrit um fjármál og nú er nýtt rafrænt fréttabréf að líta dagsins ljós. Á stjórnarfundi sambandsins sl. föstudag var samþykkt að opna stjórnsýslu okkar enn meira en verið hefur. Þá var eftirfarandi […]
Þó oft sé erfitt að vekja athygli á því sem ber að varast og undirbúa sig undir með fyrirvara þá ber okkur skylda til þess. Mörg munum við áreiðanlega eftir sinueldunum á Mýrum í Borgarfirði árið 2006. Þá brunnu um 70 ferkílómetrar lands. Eldarnir og reykurinn svo miklir að gervihnattamyndir birtust af hamförunum. Við vorum minnt […]