Merkilegt hvað malbiksbændurnir við Hagatorg leggja á sig til að vinna gegn hagsmunum bænda og landbúnaðar á Íslandi. Nú er að koma upp á yfirborðið afhverju það urðu ritstjóraskipti á hinu ríkisstyrkta Bændablaði á dögunum. Ljóst hver ráðningarkrítería nýja ritstjórans hefur verið. Svohljóðandi frétt tók ég af vef DV: „Þröstur Haraldsson sagði upp sem ritstjóri […]
Eign er eitt. Tímabundin afnot er annað. Auðlindirnar á Suðurnesjum eru í almannaeigu og ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Orkufyrirtæki í einkaeigu hefur leigt afnotaréttinn tímabundið. Leiðinlega langtímabundið – en tímabundið þó. Hópur Íslendinga hefur skrifað undir áskorun um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands. Það þurfti ekki […]
Þrátt fyrir efnahagshrun þá hefur Íbúðalánasjóður einungis eignast 0,82% íbúða á Íslandi. Íbúðalánasjóður á nú 1.070 íbúðir sem sjóðurinn hefur leyst til sín. Íbúðir á Íslandi eru alls 130.074. Ótrúlega lágt hlutfall miðað við erfitt efnahagsástand. Fjölmiðlar fara hins vegar mikinn og láta eins og að Íbúðalánasjóður sé að eignast hálft landið. Reynt er að fá almenning […]
Fréttablaðið fór mikinn í garð þekkts athafnamanns í „fréttaskýringu“ sinni í gær þar sem blaðið réðst af miklu offorsi á fyrrum forstjóra byggingarfyrirtækis sem hafði verið stórtækur í viðskiptum með byggingarfélög og lóðir. Það sem vekur athygli er að í mergjaðri frásögn Fréttablaðsins er hinum eiginlegu skúrkum í málinu nánast sleppt. Stóra spurningin er hvort ástæðan […]
Íslensku viðskiptabankarnir áttu að líkindum öflugustu markaðssókn Íslandssögunnar haustið 2004 þegar þeir juku markaðshlutdeild sína í íbúðalánum gagnvart Íbúðalánasjóði úr 2% í nær 90% á einum mánuði. Þá juku bankarnir íbúðalán sín úr 10 stykkjum að fjárhæð samtals 90 milljónum í ágústmánuði 2004 í 30 milljarða í septembermánuði 2004. Þessi öfluga markaðssókn sést vel þegar skoðuð er […]
Ég rataði á radar Evrópuvaktarinnar í kjölfar þess að ég birti skýra stefnu Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið á blogginu, en sú skýra stefna hefur farið afar illa í aðstandendur Evrópuvaktarinnar. Evrópuvaktin er vefmiðill harðra andstæðinga Evrópusambandsins. Það skemmtilega er að fyrirsögn fréttarinnar er „ESB-framsóknarmenn gera hosur sínar grænar fyrir stjórnarflokkunum“ og með fylgir mynd af Halli […]
Örvæntingafull barátta harðvítugra andstæðinga Evrópusambandsins gegn viðræðum um mögulega aðild að Evrópusambandinu er ekki tilviljun. Þetta fólk veit hvað gerist ef niðurstaða fæst í aðildarviðræðurnar. Íslenska þjóðin mun samþykkja samning um aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel þótt hann verði ekki góður. Hegðan íslenskra stjórnmálamanna undanfarnar vikur, undanfarna mánuði og undanfarin ár sér til þess. Íslenskir stjórnmálamenn […]
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eru að trufla hluta VG í ríkisstjórnarsamstarfinu þrátt fyrir skýr ákvæði í ríkisstjórnarsáttmálanum. Aðildarviðræður að Evrópusambandinu ættu ekki að trufla Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn því gildandi stefna flokksins hvað það varðar er skýr. Eftirfarandi er orðrétt ályktun 30. flokksþings Framsóknarflokksins sem haldið var 16. – 18. janúar 2009. Ályktunin er sérstaklega sterk þar sem […]
„Vegna mikillar og vaxandi óánægju í þjóðfélaginu með að HM í handbolta, sem hefst í Svíþjóð í næstu viku, skuli verða í læstri útsendingur gerir RÚV hér með 365 eftirfarandi tilboð – í því skyni að tryggja að leikir íslenska landsliðsins verði opnir öllum íslendingum: …“ Þetta er hluti „tilboðs“ sem Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi […]
„Hugsanlega þarf að yfirfara stjórnarsáttmálann svo stjórnarflokkarnir geti endurnýjað heitin“ segir Jónína Rós Guðmundsdóttir varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar í viðtali við RÚV. Hún hefði viljað sjá hreinni línur hjá Vinstri grænum eftir þingflokksfund þeirra í gær. Jónína Rós bendir á að stjórnarsáttmálinn sé skriflegur samningur sem Samfylkingin gengur út frá að allir standi við. Þessi orð […]