Færslur fyrir febrúar, 2011

Föstudagur 18.02 2011 - 21:10

Grundvöllur Framsóknar

Ég var spurður að því í dag af hverju ég hefði starfaði í Framsóknarflokknum í 25 ár. Ég svaraði eins og satt er að ég hefði alltaf verið frjálslyndur miðjumaður og að grunnstefna Framsóknarflokksins hefði höfðað mest til mín þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum. Sú ákvörðun að velja Framsóknarflokkinn var tekin eftir að […]

Fimmtudagur 17.02 2011 - 22:02

Undirbúningsfundur fyrir Evrópuvettvang frjálslynds miðjufólks

Undirbúningsfundur fyrir Evrópuvettvang frjálslynds miðjufólks   Undirbúningsfundur fyrir hugsanlega stofnun samstarfsvettvangs frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20.00 í sal Framsóknarsalnum að Digranesvegi 12 Kópavogi.   Á fundinum verður fjallað um eftirfarandi: Er ástæða til að setja á fót sérstakan samstarfsvettvang frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Í hvaða formi […]

Miðvikudagur 16.02 2011 - 21:12

Frjálslyndir evrópskir Framsóknarmenn

Frjálslyndir Framsóknarmenn í Evrópu hafa með sér afar sterk og áhrifarík samtök. Samtökin nefnast ELDR sem er skammstöfun fyrir European Liberal Democrats.  Í samtökunum eru fjölmargir frjálslyndir flokkar sem um langt árabil hafa átt í samstarfi við Framsóknarflokkinn og líta á hann sem systurflokk sinn á Íslandi. Þingmenn á Evrópuþinginu sem tilheyra aðildarflokkum ELDR mynda […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 22:24

Framsókn faglegust í ESB?

Framsóknarflokkurinn var um langt árabil faglegasti stjórnmálaflokkurinn þegar unnið var í stefnumótun um aðildarumsókn eða aðildarumsókn ekki að ESB.  Framsóknarflokkurinn vann undirbúning Evrópustefnu sinnar á árabilinu 2001 til 2009 afar faglega. Í kjölfar afar vandaðrar greiningarvinnu Framsóknarflokksins í aðdraganda flokksþings árið 2005 var ljóst að klár meirihluti Framsóknarmanna vildu skoða aðildarumsókn að Evrópusambandinu að ákveðnum […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 12:08

Skólabörn 1 – Bezti 0

Skólabörn í Reykjavík unnur mikilvægan sigur þegar Bezti flokkurinn og bakhjarl hans í borgarstjórn ákváðu að gefa eftir og hætta við boðaðan niðurskurð í kennslu í grunnskólunum. Fram kom hjá formanni menntaráðs að þegar Bezti og bakhjarl hans í borgarstjórn fóru að skoða málið þá hafði þeim brugðið yfir því að á undanförnum misserum hafi […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 07:59

Einfættir leik- og grunnskólar

Ef marka má orð borgarstjóra þá er stefna Besta flokksins að reka einfætta leik- og grunnskóla í Reykjavík.

Mánudagur 14.02 2011 - 18:14

Faglega löggu með forvirkar rannsóknarheimildir

„Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að vinna og leggja fyrir Alþingi frumvarp sem veiti lögreglunni sambærilegar heimildir og lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi (forvirkar rannsóknarheimildir).“ Þannig hljóðar góð þingsályktunartillaga sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Treysti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra mjög vel til að útfæra […]

Mánudagur 14.02 2011 - 08:09

Mútur og misbeiting valds

Mörður Árnason þingmaður og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafa styrkt stöðu sína meðal öfgafullra umhverfissinna. Mörður með því að saka Landsvirkjun um mútur og Svandísi fyrir að misbeita ráðherravaldi sínu. Hvorutveggja hljómar dásamlega í eyrum hinna öfgafullu. Vinstri menn eru dálítið eins og unglingar. Að deyja úr réttlætiskennd – gagnvart öllum öðrum en sjálfum sér. Því […]

Laugardagur 12.02 2011 - 17:18

Dýr reykvískur húmor

Reykvíkingar hafa húmor. Það sannaðist í síðustu borgarstjórnarkosningum. Gamanið reyndar farið að kárna. Bíður okkar þriggja ára húmorsleysi?

Föstudagur 11.02 2011 - 18:28

Ómerkilegir hjúkrunarfræðingar?

Læknar á LSH hafa að undanförnu verið að kvarta yfir undirmönnun og halda því fram að þeir séu farnir að finna fyrir streitueinkennum vegna niðurskurðar. Þessar umkvartanir hafa verið áberandi í fjölmiðlum. En ætli staðan sé betri í hópi hjúkrunarfræðinga? Ég efast um það – en einhverra hluta vegna er undirmönnun hjúkrunarfræðinga og streita meðal þeirra […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur