Færslur fyrir mars, 2013

Föstudagur 15.03 2013 - 19:23

Framsókn ER „Venstre“ :)

Það voru margir sem hnýttu í mig fyrir nokkrum dögum þegar ég spurði hvort Framsókn væri „Venstre“. Þá var ég að vísa til þess þegar „Venstre“ í Danmörku tók yfir sem forystuafl borgaralegu aflanna af gamla danska íhaldsflokkunum sem hafði um áratugaskeið verið óumdeilt forystafl! Nú virðist sú staða sem ég spáði vera að rætast. Allavega […]

Fimmtudagur 14.03 2013 - 09:00

Ömurleiki DV

Ömurleiki DV tekur á sig margar myndir.  Þekkt er hvernig DV beitir oft að hæpnum fyrirsögnum sínum í sambland við myndir til þess að telja fólki trú um að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Gjarnan til þess að koma höggi á fólk sem blaðamönnum á blaðsneplinum líkar illa við. Þessi illfýsi DV beinist í dag að […]

Sunnudagur 10.03 2013 - 19:48

Fullkomin kaos smáframboða

Í uppsiglingu er fullkomin kaos smáframboða. Sú kaos er að mörgu leiti eðlileg í kjölfar efnahags og kerfishruns.  Þá hefur hefðbundið flokkakerfi 20. aldarinnar hefur verið að riðlast á undanförnum misserum og árum. En út úr kaos kemur oft regla. Ég vænti þess að regla verði komin á kaosina í lok næsta kjörtímabils og nýjar línur […]

Laugardagur 09.03 2013 - 18:15

Lygarinn Guðmundur rafvirki Ingólfsson

Rafvirkinn Guðmundur Ingólfsson hefur að undanförnu farið mikinn í órökstuddum rógi um mann og annan. Í dag óskaði ég ítrekað eftir rökum þessa angans manns sem virðist bera hatur í hjarta ákveðins hóps fólks á Íslandi. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir mínar um rökstuðning fyrir meiðandi staðhæfingum Guðmundar Ingólfssonar – sem hann eðlilega gat ekki lagt fram […]

Laugardagur 09.03 2013 - 09:08

Sr. Þórir og ofstæki íhaldsins

„Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, að þetta ætti eftir að breytast, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki lengur málsvari frjálsrar hugsunar, að þar ættu eftir að komast til valda fulltrúar einangrunar og forræðishyggju, þar sem flokkurinn ætti að ráða því hvað menn hugsuðu og gerðu, að ekki yrðu leyfðar samræður forystunnar og grasrótarinnar, ef upp […]

Fimmtudagur 07.03 2013 - 23:47

Lítil skyrdós á 460 kall!

Ég var að kaupa litla 180 gramma skyrdós á 460 íslenskar krónur. Reyndar bragðbættum með perum og smá múslí. Skyrið er Q skyr.  Framleitt úr norskri mjólk með sérstöku leyfi frá MS á Íslandi held ég. Skyrdósin var 30% dýrari en svipaðar sýrðar mjólkurvörur í hillunum. En rennur þó út eins og rjómabland í íslenskri sveit! […]

Fimmtudagur 07.03 2013 - 20:39

Fullkomin firring barnaverndarráðherra?

Það fauk verulega í mig að sjá fyrrverandi barnaverndarráðherra til margra ára koma eins og af fjöllum af áhrifamiklum fundi með börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi láta eins og þetta sé nánast í fyrsta skipti sem ráðherrann stendur frammi fyrir börnum sem á hetjulegan hátt lýsa hræðilegri lífsreynslu sinni. Fyrirgefið – ég ætla […]

Fimmtudagur 07.03 2013 - 06:53

Hjólað í Gísla Martein

Það hefur verið vinsælt að hjóla í Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa vegna baráttu hans fyrir bættum hag hjólreiðamanna í borginni. Fyrst voru það furðulostnir samflokksmenn hans sem áttu erfitt með að skilja að Sjálfstæðismaður og frjálshyggumaður skyldi tala fyrir því að Reykjavíkurborg   Í þeirra huga voru fullorðnir hjólreiðamenn skrítnar skrúfur eða anarkistar eða rauðvínskommar. Alls ekki […]

Mánudagur 04.03 2013 - 16:34

Björt framtíð skákar Framsókn!

Björt framtíð hefur skákað Framsókn í samstarfi Evrópupsamtaka frjálslyndra flokka!  Framsókn hefur um áratuga skeið og allt fram á það síðasta verið í nánu samstarfi við frjálslynda flokka á heimsvísu gegnum Liberal International. Þar hefur samstarf við frjálslynda flokka í Evrópu lengst af verið mikið. Núverandi forysta Framsóknarflokksins vildi þó ekki taka upp formlegt samstarf […]

Laugardagur 02.03 2013 - 08:43

Er Framsókn „Venstre“?

Langtímamarkmið Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og nánustu samstarfsmanna hans í Framsóknarflokknum er að ganga upp. Sigmundur Davíð hefur frá upphafi stjórnmálaferils síns litið til systurflokks Framsóknarflokksins í Danmörku – „Venstre“. En staða „Venstre“ hefur verið afar sterk allt frá miklum kosningasigri flokksins árið 2001 þegar „Venstre“ tók við af  „De Konservative“ – systurflokki Sjálfstæðisflokksins – sem leiðandi afl […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur