„“Talið var …“ og „Sagt er…“ er óþægilega oft grunnurinn að vafasömum fyrirsögnum og staðhæfingum í svokölluðum „úttektum“ DV – að ég tali ekki um Sandkorna. Formúlan er yfirleitt þessi: Hálf teskeið sannreyndra staðreynda. Bolli kjaftagangs af götunni (sem að hluta til getur verið réttur) 3 bollar orðagjálfurs þar sem gefið er í skyn eitthvað […]
Það hefur væntanlega komið mörgum á óvart að Guðmundur Steingrímsson og samstarfsmenn hans hafi átt í viðræðum við aðilja í Bezta flokknum, Næstbeztaflokknum. L-listanum á Akureyri og önnur óháð sveitarstjórnarframboð um stofnun nýs stjórnmálaflokks. En þegar nánar er skoðað eru þessar þreifingar ekki galnar. Staðreyndin er nefnilega sú að innan þessara flokka er fjöldi frjálslynds […]
Að sjálfsögðu á að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs að stjórnarskrá fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi er ekki treystandi til að klára málið eitt og sér. Það skiptir engu að þótt Stjórnlagaráð sé ekki lagatæknilega það Stjórnlagaþing sem upphaflega var lagt upp með þá hefur mikil og afar merkileg vinna farið fram innan Stjórnlagaráðs. Reyndar hafa […]
Bezti flokkurinn er að styrkjast og þróast sem stjórnmálasamtök og hefur alla burði til þess að verða áhrifamikið stjórnmálaafl til framtíðar – einn og sér – eða sem hluti nýrrar frjálsyndrar fylkingar sem gefur hefðbundnu leiðtogaræði í stjórnmálum langt nef. Ágreiningur um vinnubrögð sem nú er að koma fram á sjónarsviðið er ekki vísbending um […]
Það er einstök upplifun og alltaf jafn gefandi að heimta fé af fjalli. Að reka safnið síðasta spölinn heim að bæ er alveg sérstakt. Náði síðustu kílómetrunum í smalamennskunni úr Hlíðarmúlanum og Oddastaðalandinu. Stóri í dag þegar heimaafrétturinn í Hallkelsstaðahlíð verður smalaður. Hnappadalurinn alltaf jafn fallegur – Geirhnjúkurinn gnæfir yfir hann í austri – Hlíðarvatnið […]
Hinir frjálslyndu Radikale Venstre eru sigurvegarar dönsku kosninganna en stórsigur þeirra varð til þess að hið svokallaða Rauða bandalag felldi ríkisstjórnina og ruddi hinum glæsilega leiðtoga jafnaðarmanna Helle Thorning brautina að forsætisráðherraembættinu. Án sigurs Radial Venstre hefði ríkisstjórnin ekki fallið. Stórsigur Radikal Venstre er ákaflega mikivægur fyrir dönsk stjórnmál því hann tryggir frjálslyndar áherslur í […]
Kröftug uppbygging búseturéttarkerfis þar sem samhliða er boðið upp leiguleið innan húsnæðissamvinnufélaga á borð við Búseta og Búmenn ætti að vera meginstefið í húsnæðisstefnu stjórnvalda. Fjölbreyttir raunverulegir valkostir í húsnæðismálum innan almenns húsnæðiskerfis þar sem ekki er ýtt undir stéttaskiptingu með sértæku „félagslegu“ húsnæði er sú framtíðarsýn sem flestir ættu að geta komið sér saman […]
Um áratuga skeið hefur Jóhanna Sigurðardóttir og fylgismenn hennar lagt áherslu á sértækt „félagslegt“ húsnæði og gefið í skyn að fyrirmynd slíks ´“félagslegs“ húsnæðis sé úr „norræna velferðarkerfinu“. Þetta er rangt. Það sem verra er þá er Jóhanna og fylgismenn hennar ennþá föst í ranghugmyndinni um „sértækt“ félagslegt húsnæði. Það sem ennþá verra er er að […]
Tími öfga í stjórnmálum Noregs er liðinn. Það kom afar skýrt fram í norsku sveitarstjórnarkosningunum. Sigurvegarar kosninganna eru hófsamir flokkar sitt hvoru megin við miðju auk þess sem hefðbundnu miðflokkarnir halda sínu. Hinn öfgafulli Framskrefsflokkur geldur afhroð og það sama má segja um Vinstri sósíalistaflokkinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum. Sama þróun […]
Skynsemin ræður hjá meirihluta íslensku þjóðarinnar sem vill halda áfram með aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Þótt meirihluti íslensku þjóðarinnar sé um þessar mundir með efasemdir um að rétt sé að ganga í Evrópusambandið þá vill skýr meirihluti sjá endanlegan aðildarsamningi til þess að taka endanlega afstöðu. Það er fullkomlega eðlilegt að hafa efasemdir um að rétt sé að […]