Laugardagur 11.09.2010 - 00:05 - FB ummæli ()

Halló Eyja – yfirlýsing

Þar sem ég er nú orðinn formlegur bloggari á Eyjunni, sem er viðeigandi þar sem eftirnafn mitt Saari, þýðir eyja á finnsku, tel ég rétt að skýra nánar frá veru minni hér. Eyju bloggið verður fyrst og fremst notað til að koma upplýsingum til almennings um það sem er að gerast hjá mér sem þingmanni á Alþingi, hjá Hreyfingunni og í pólitíkinni almennt. Ég mun leitast við að gagnrýna kollegana í þinginu ekki um of og ætíð málefnalega. Ég mun líka hafa athugasemdakerfið opið fyir alla sem skrifa undir fullu nafni, hina nafnlausu mun ég reyna að sía út þegar ég læri betur á kerfið. Eins mun ég reyna að fylla á sarpinn aftur í tímann með upplýsingum sem varpa ljósi á fortíðina þegar ég læri betur á kerfið.

Það er spennandi dagur framundan. Niðurstaða þingmannanefndar Alþingis er væntanleg klukkan fimm síðdegis og þá kemur í ljós hvort og þá hvaða ráðherrar hrunstjórnarinnar verða nefndir sem hugsanleg Landsdómsviðfang. Eins verður fróðlegt að sjá hverjar tillögur nefndarinnar verða um öll hin atriðin í skýrslunni. Það er svo sannarlega þörf á róttækum úrbótum á öllum sviðum íslensks samfélags og nú gefst tækifærið. En hver svo sem niðurstaðan verður þá vona ég svo sannarlega að Alþingi nái að hefja sig yfir þá flokkadrætti og sérhagsmuni sem hafa valdið stjórnmálunum, lýðræðinu og samfélaginu svo miklum skaða undanfarna áratugi.

Flokkar: Óflokkað

»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur