Miðvikudagur 08.12.2010 - 09:50 - FB ummæli ()

Vanhæf ríkisstjórn

Vanhæfni þessarar ríkisstjórnar er alveg með eindæmum og nýjustu tillögur um hvernig á að leysa skuldavanda heimilanna eru enn eitt dæmið um það. Þar er einfaldlega um að ræða einhvern lokakafla í leikriti sem hófst daginn eftir mótmælin 4. október þegar kallað var eftir samráði við stjórnarandstöðu og Hagsmunasamtök heimilanna, samráð sem þegar upp var staðið var bara til málamynda. Þegar ríkisstjórninnni var bent á að skýrsla reiknimeistaranna vantaldi skuldir heimilanna um 1/3 eða sjö hundruð milljarða var einfaldlega hætta að bjóða okkur að borðinu. Ríkisstjórnin hefur gefist upp gagnvart fjármagninu og embættismönnunum og það sérhagsmunabandalag ríkisstjórnarflokka og fjármagns sem var við lýði fyrir hrun hefur verið endurreist. Það hefur að vísu verið skipt um kennitölu á ríkisstjórninni og VG teknir inn í stað Sjálfstæðisflokks en það hefur ekki breytt neinu.

Í tilefni lokasýningarinnar á föstudaginn var forsætisráðherra í viðtali við Hallgrím Thorsteinsson á Rás 2 þar sem hún einfaldlega lýsti því yfir að ekki væri hægt að ætlast til að hér á landi ríkti réttlæti, Hún sagði orðrétt:

“Ég held að í þessu skelfileg hruni sem þjóðin varð fyrir þá sé aldrei hægt að tala um neinn jöfnuð eða réttlæti ég held bara að við stöndum frammi fyrir því.”

Það er að sjálfsögðu einsdæmi að forsætisráðherra í lýðræðisríki tali með þessum hætti og þar sem hún hefur nú greinilega gefist upp er það sjálfsögð og eðilileg krafa að hún fari frá. Þetta fólk hefur misfarið með og þar fyrirgert því umboði sem það fékk í síðustu kosningum.  Ég minntist aðiens á þetta í þinginu í gær, sem má sjá  hér.

Umræðan um fjárlögin heldur áfram í dag og þar kemur enn betur í ljós hvers konar áframhald hrunstjórnarvinnubragða er að ræða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur