Miðvikudagur 15.12.2010 - 09:19 - FB ummæli ()

Pólitísk arfleifð Sjálfstæðisflokksins

Eins og fram kemur í bók Guðna Th. Jóhannessonar um ævi Gunnars Thoroddsen er pólitísk arfleifð Sjálfstæðisflokksins hroðaleg þegar kemur að persónunjósnum og virðist flokkurinn hafa gengið ótrúlega langt í að reyna að koma hér á einhvers konar ógnarstjórn þar sem atvinna og lífsafkoma fólks átti að byggjast á þjónkun þeirra til viðhorfa Sjálfstæðisflokksins.  Málið var tekið upp á Alþinig í gær undir liðnum Störf þingsins þar sem Þráinn Bertelsson hóf umræðuna. Sjálfur tók ég undir með Þráni með nokkuð afgerandi hætti.

Álit mitt má sjá hér og álit Þráins má sjá hér  og svo hér.  Hjáróma viðbárur nokkurra sjálfstæðismanna má svo hlusta á hér og þar í dagsrárliðnum, en þær mótbárur voru eins og við var að búast.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur