Fimmtudagur 12.05.2011 - 18:50 - FB ummæli ()

Falskir Hörpustrengir

Ég er einn af þeim sem fagna því að ákveðið var að klára tónlistarhúsið og studdi það á Alþingi. Ég tel að það muni verða mikil lyftistöng fyrir tónlistarlíf í landinu og efla umgjörð þessarar mikilvægu menningargreinar sem og að verða lyftistöng fyrir ráðstefnuhald sem við vonandi getum eitthvað lært af vitsmunalega. Húsið er mikilúðlegt og fallegt og ótrúleg litbrigði birtast í ótal gluggum þess og breytast með birtuskilyrðum og sólargangi.

Ég er hins veggar mjög ósáttur hvernig stjórn hússins og menningarelíta landsins hefur brugðist því fólki sem borgar fyrir öll ósköpin og hefði sannarlega kosið að sjá gesti valda með slembiúrtaki úr þjóðskrá á fyrstu tónleikunum og á opnunarhátíðinni á morgun 13. maí. Í staðinn er húsið frátekið fyrir sérvalinn hóp boðsgesta af lista sem engin fær að sjá og ef rétt er er m.a. notaður til félagslegrar endurreisnar á þeim útrásarvíking sem hvað mesta ábyrgð ber á Hruninu.

Verandi sjálfur yfirstétt að mati einhverra sem sömdu þennan lista var mér boðið og miðarnir skráðir á nafn svo óbreyttur pöpullinn geti nú örugglega ekki fengið þá gefins. ISS! Þarna feilaði menningarelítan illa. Hér hefði sannarlega átt að sýna almenningi smá virðingu og bjóða með öðrum hætti á opnunarhátíðina. Hvað um það gert er gert. Takið samt vel eftir hverjir verða í sætum 10-1 og 10-2 í sal.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur