Miðvikudagur 01.06.2011 - 22:42 - FB ummæli ()

Fiskveiðistjórnunar málin

Byrjað var að ræða frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum á mánudaginn og þegar þetta er ritað á miðvikudagskvöldi stendur umræðan enn og enn er verið að ræða minna frumvarp sjávarútvegsráðherra eða Jónsbók hina skemmri eins og sumir kalla það.

Við munum væntanlega geta mælt fyrir okkar frumvarpi (sjá hér) á föstudaginn en það er allt annars eðlis og miklu mun róttækara en hálfkáksfrumvörp þau sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Ég tók þátt í umræðunum um frumvarp sjávarútvegsráðherra á mánudagskvöldið og fékk bágt fyrri að ræða frekar það sem vantaði í frumvarpið heldur en beint innihald þess en að mínu matið snýst frumvarpið um aukatriði og stóru myndina vantar alveg. Hvað um það, hér er tengill  á þá umræðu og vonandi verður áframhald á þessari umræðu og menn geri sér grein fyrir því að það þarf að gera róttækar breytingar ef sátt á nokkurn tíma að nást um málið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur