Föstudagur 03.06.2011 - 16:17 - FB ummæli ()

Hagsmunir þingmanna.

Við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið í dag fannst mér tilefni til að gera athugasemd við það að einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins Ásbjörn Óttarsson, tæki þátt í umræðunni þar sem hann er útgerðarmaður og kvótaeigandi og hefur þar af leiðandi beina persónulega fjárhagshagsmuni af því að frumvarpið fari ekki í gegn. Samkvæmt þingsköpum eru þingmenn aldrei vanhæfir nema í málum sem snúa beint að fjárveitingum til þeirra sjálfra og er Ásbjörn því ekki vanhæfur í þessu máli. Mér finnst samt ekki eðlilegt né við hæfi að menn taki þátt í umræðum þegar þeir hafa tengsl við þingmál með þessum hætti sem hann gerði. Við þessi ummæli mín varð mikið uppistand meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem snérust til varnar Ásbirni enda er hann einfaldlega bein framlenging á þeirri hefð Sjálfstæðisflokksins sem hófst með Ólafi Thors, að útgerðarmenn í basli geti best gætt hagsmunna sinna með því að hafa ítök í lagasetningu á Alþingi og í raum má segja að tilvist Sjálfstæðisflokksins snúist og hafi alltaf snúist um það grundvallaratriði að gæta sérhagsmuna. Þess er rétt að geta að formaður Framsóknarflokksins snerist einnig til varnar Sjálfstæðismönnum í þessu máli, sem kom mér nokkuð á óvart.

Hér er tengill  á athugasemd mína en einnig er áhugavert að hlusta á upphrópanir Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna sem fylgdu í kjölfarið. Alþingi í hnotskurn, ekki satt?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur