Miðvikudagur 14.09.2011 - 19:40 - FB ummæli ()

Málþóf á Alþingi

Nú stendur yfir málþóf í þinginu þar sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru í einhverskonar pissukeppni um að stöðva mál sem ekki er í raun neinn hugmyndafræðilegur ágreiningur um, en það eru frumvarp um Stjórnarráð Íslands og frumvarp um gjaldeyrishöft. Ágreiningurinn er um útfærslur og þegar hafa verið lagðar fram sáttatillögur sem leysa ágreininginn en samt vilja þeir ekki hætta. Því höfum við þessa leiðinlegu stöðu að málþofið er málþófsins vegna og kannski fyrst og fremst hugsað til að sýna hvað menn geta. 

Fyrirkomulagið sem við búum við á Alþingi þar sem eina vopn minnihlutans til að stöðva mál er með s.k. málþófi þar sem við 2. umræðu mála er ræðutími ótakmarkaður er úrelt og þyrfti að breyta. Ekki ætti þó að afnema þennan rétt þingmanna til að ræða mál eins og þeir vilja án þess að möguleiki minnihlutans til að stöðva mál sé áfram til staðar með einhverjum hætti. Því væri óskandi að þingið kæmi sér saman um einhverja aðra aðferð.

Við í Hreyfingunni höfum lagt fram frumvarp í þrí-gang sem kveður á um að 1/3 þingmanna geti krafist þess að tiltekið frumvarp fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því miður hefur frumvarpið okkar ekki fengið náð fyrir augum meirihlutans þó mjög margir þingmenn séu sammála því. Flokksræðið hefur víst síðasta orðið þar eins og í öðru hjá fjórflokknum.

Slíkt fyrirkomulag er í Danmörku og hefur gefið góða raun þar sem umræðan er með allt öðrum hætti og ofríki meirihlutans ekki til staðar en í stað þess er miklu meira samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu og einungis einu sinn hefur þurft að grípa til þess að frumvarp fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í bandaríkjunum er fyrir komulagið þannig að nægilegt er að hóta málþófi (kallað „filibuster“) til að mál sé annað hvort endurunnið eða tekið af dagskrá. Þó er hægt að stöðva málþóf með auknum meirihluta, þ.e. ef 2/3 þingmanna eru sammála um að gera það.

Því miður held ég að það sé borin vona að það þing sem nú situr muni geta gert nokkrar breytingar sem máli skipta og því verða landsmenn að vera þolinmóðir og kjósa svo annað fólk og aðra flokka (sem vonandi verður nóg af) í næstu kosningum. Fjórflokksræðinu verður að ljúka.

Hér er  svo smá innleg í þetta frá mér sem tekið var í dag.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur