Þriðjudagur 04.10.2011 - 21:24 - FB ummæli ()

Fjárlög og niðurskurður

Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var á dagskrá í þingingu í dag. Eins og við var að búast voru mismunandi sjónarmið uppi varðandi þá leið skattahækkana og niðurskurðar sem ríkisstjórnin vill fara. Þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti eru að skuldaklafi hins opinbera, fyrirtækja, heimila og einstaklinga sé orðin það mikill að ekki verði lengur staðið undir honum vegna þess skaða sem niðurskurðurinn veldur í samfélaginu. Heppilegra væri að fara aðrar leiðir sem eru viðurkenndar þegar skuldarar komast í svo slæma stöðu. Við erum því miður orðin föst í þessum þekkta vítahring niðurskurðar og skattahækkana og munum ekki komast út úr honum nema með róttækri endurskipulagningu skulda ríkissjóðs. Í ræðu minn, sem er hér,  fer ég vandlega yfir þetta og einnig í þeim svörum sem ég veiti við s.k. andsvörum fjármálaráðherra og formanns fjárlaganefndar. Niðurskurðurinn til heilbrigðismála verður hrikalegur og mun lenda illa á Landspítalanum og veiku fólki.

Það dapurlega er að það er hægt að fara aðrar leiðir en það vill ríkisstjórnin ekki gera. Ekki með neinum rökum heldur að því er virðist vegna þess að fjármálaráðherra virðist vera í einhverri pissukeppni við Finna. Þeim hælir hann á hvert reipi fyrir að vera þekkta fyrir að greiða upp allar stríðskaðabætur sínar til sovétríkjanna og einnig að greiða allar skuldir eftir kreppuna miklu við fall Sovétríkjanna árið 1991. Þvílíkur samanburður því Finnar voru vegna þessa vanþróaðast allra Norðurlanda í yfir fjörtíu ár eftir stríðið undir oki s.k. „Finnlandiseringar“ og þeir hafa enn ekki náð sér vegna skuldanna sem urðu til við fall Sovétríkjanna. Skulda sem voru greiddar vegna fráleitrar þrjósku en ollu í staðinn samfélaginu óbætanlegum skaða. Þá leið viljum við ekki fara. Þá leið þurfum við ekki að fara.

Hvað um það, þessi umræða er athyglisverð fyrir margra hluta sakir sem og andsvörin. Góðar stundir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur