Færslur fyrir mars, 2013

Þriðjudagur 26.03 2013 - 14:14

Þingið og stjórnarskráin

Á fundi með formönnum Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna síðastliðinn fimmtudag lögðu þingmenn Hreyfingarinnar fram sáttaboð til að leysa þann hnút sem stjórnarskrármálið var komið í í meðförum Alþingis. Sáttaboðið laut að því að auk breytinga á 79. grein stjórnarskrárinnar sem gert er ráð fyrir í frumvarpi formanna stjórnarflokkana og Guðmundar Steingrímssonar verði að auki afgreiddar þær […]

Mánudagur 11.03 2013 - 23:37

Ræður dagsins

Vantrauststillagan var felld í dag með stuðningi Bjartrar framtíðar sem er orðin að eins Orwellískum öfugmælasamtökum og hugsast getur. Þau hafa nú staðsett sig með þeim öflum, stjórnmálastéttinni, klíkuveldinu og valdastéttinni sem vill ekki nýja stjórnarskrá. Fá svo væntanlega einhverja brauðmola af borði Árna Páls að loknum kosningum ef þær fara illa. Hefði búist við […]

Sunnudagur 10.03 2013 - 22:26

Vantrauststillaga

Eftirfarandi tillaga verður borin upp af mér á Alþingi nú á mánudaginn: Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið og efnt til almennra þingkosninga. Fram að kjördegi sitji ríkisstjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi. Tillagan er borin fram vegna þessa að stjórnarmeirihlutinn hefur svikið það […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 14:48

Jón Gnarr???

Hvar er Jón Gnarr? Nú þegar komið er formlega í ljós að formaður Bjartrar framtíðar Guðmundur Steingrímsson er einn af aðalforsvarsmönnum þess að stöðva framgang stjórnarskrármálsins á Alþingi og hefur ásamt Árna Páli lagt fram tillögu sem er órar einir um framhald málsins á næsta þingi, þá spyr ég um afstöðu Jóns Gnarr til alls […]

Laugardagur 02.03 2013 - 13:30

Árni Páll og lýðræðið.

Árni Páll Árnason hefur postullega tilkynnt að þjóðin fái ekki nýja stjórnarskrá þrátt fyrir afgerandi samþykkt þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað segja aðrir þingmenn Samfylkingar, að ekki sé talað um þingmenn VG við þessu? Held að lýðræðinu og þjóðinni hafi aldrei fyrr verið sýnd slík vanvirðing af stjórnmálamanni.

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur