Miðvikudagur 06.03.2013 - 14:48 - FB ummæli ()

Jón Gnarr???

Hvar er Jón Gnarr?

Nú þegar komið er formlega í ljós að formaður Bjartrar framtíðar Guðmundur Steingrímsson er einn af aðalforsvarsmönnum þess að stöðva framgang stjórnarskrármálsins á Alþingi og hefur ásamt Árna Páli lagt fram tillögu sem er órar einir um framhald málsins á næsta þingi, þá spyr ég um afstöðu Jóns Gnarr til alls þessa.

Sem kunnugt er þá er Borgarstjórinn í Reykjavík ásamt föngulegum hópi úr Besta flokknum s.s. Óttari Proppé og fleirum í framboði fyrir Guðmund Steingrímsson formann Bjartrar framtíðar. Sá sami Guðmundur hefur róið að því öllum árum undanfarnar vikur að eyðileggja framgang stjórnarskrármálsins á Alþingi á forsendum þess að eftir kosningarnar 27. apríl náist breið samstaða á Alþingi um að klára málið þá. Hefur hann hugsað upp þá fráleitu hugmynd og lagt hana fram sem þingmál að hið nýja hallelújaþing samþykki nýja stjórnarskrá 17. júní 2014 á Þingvöllum, væntanlega með tárin í augunum og hann sjálfan framarlega á myndinni.

Nú er svo sem ekki hægt að banna fólki að lifa í skáldsagnaheimi ef það svo kýs en hér er um grafalvarlegt mál að ræða þar sem Guðmundur og Björt framtíð og þá væntanlega með samþykki Jóns Gnarr og Besta flokksins eru að stöðva framgang stjórnarskrármálsins. Máls sem yfirgnæfandi meirihluti eða 67% samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að yrði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.

Jón Gnarr og félagar verða nú að svara því hvers vegna þeir styðja þetta athæfi formanns Bjartra framtíðar sem með sama áframhaldi mun tryggja Íslandi svarta en ekki bjarta framtíð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur