Þarf að kjósa í fyrsta sinn í nýju sveitarfélagi þar sem mitt gamla Álftanes úrkynjaðist af spillingu og lagði sig niður sem samfélag. Nú munu Garðbæingar (ergo Sjálfstæðisflokkurinn) víst ráða málum hér en í framboði fyrir þá er m.a. Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Eyktar sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum á að verða formaður skipulagsnefndar. Hvað […]
Áhugaverð sending frá Framsóknarflokknum í Garðabæ beið mín við útidyrnar þegar ég kom heim í dag. Grænn plastpoki, frekar þunnur, sem innihélt blaðið „Horfst í augu við Garðabæ“ kosningablað þess blessaða „stjórnmálaflokks“ hér í sveitarfélaginu. Með í pokanum fylgdi líka vegleg íslensk agúrka fá Hveravöllum hæfilega þroskuð og 250 grömm af þrýstnum sveppum (í boxi) […]
Þar kom að því að einhverju mesta réttlætismáli lýðveldistímans er loks lokið, fjármagninu í hag, með samþykkt frumvarps um leiðréttingar á skuldum heimilanna. Það er þó ekki öll sagan sögð því enn einu hefur hinni pólitísku stétt tekist að svíkja nánast fullkomlega gefið kosningaloforð, kosningaloforð sem beinlínis varð til þess að Framsóknarflokkurinn fékk það fylgi […]
Nýlegar athugasemdir