Föstudagur 30.05.2014 - 00:30 - FB ummæli ()

Kosningarnar

Þarf að kjósa í fyrsta sinn í nýju sveitarfélagi þar sem mitt gamla Álftanes úrkynjaðist af spillingu og lagði sig niður sem samfélag. Nú munu Garðbæingar (ergo Sjálfstæðisflokkurinn) víst ráða málum hér en í framboði fyrir þá er m.a. Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Eyktar sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum á að verða formaður skipulagsnefndar. Hvað verður þá um Álftanes og sveit í borg hugmyndina er augljóst. Eyktarnes verður nýja nafnið. Þannig að þetta kemur ekki til greina ekki einu sinni þó Sjallar hafi stýrt fjármálum bæjarins ágætlega. Lífð er nefnilega meira en peningar.

Framsóknarmenn sendu mér plastpoka með agúrku og Flúðasveppum en þar sem þeir ala linnulítið á kynþátta- og trúarfordómum með æpandi þögn sinni, þá . . nei takk.

Samfó og óháðir eru líka með en hmmm… eitthvað af þessu fólki hefur sennilega stutt Árna Pál sem formann sinn. „Björt framtíð“ er þarna líka en vegna þess afreks Guðmundar Steingrímssonar í kompaníi við áður nefndan Árna Pál að eyðileggja stjórnarskrármálið og hugmyndina um þjóðaratkvæðagreiðslur til frambúðar mun ég aldrei kjósa það framboð.

Þá er eftir eitthvað sem heitir Fólkið í bænum eða M. Þar er „vörustjóri“ í banka (hvað svo sem það nú er) í framboði og svo heimspekingur og maður sem heitir Bjartur Máni og selur Toyota bíla ásamt okkar ástsæla (Álftnesinga það er) fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskóla Álftaness (sem n.b. átti ekki að leggja niður við sameiningu en var þó gert) og píanóleikara. Hún er aðeins 71 árs, flott. Ekki hef ég áður séð svo föngulegan hóp frambjóðenda utan Jón Gnarr, Líf Magneudóttur, Pavlovs Dogs í Grikklandi hér um árið og svo frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar. Af þeim er í dag eingöngu pólitískt lífsmark með Líf en þar sem ég bý ekki í Reykjavík gengur það ekki (en gangi henni vel). X við M í Garðabæ verður niðurstaðan. Sorrí Fjórflokkur (+BF) en ykkur er bara ekki treystandi.

Sjá hér:  Fólkið í bænum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur