Þriðjudagur 09.09.2014 - 09:22 - FB ummæli ()

Verklítið Alþingi

Alþingi verður sett í dag. Athyglisvert er hversu stutt komandi vinnuár verður.

Ný útkomin starfsáætlun Alþingis fyrir 2014 – 2015 (sept. til sept.) gerir aðeins ráð fyrir 117 dögum til þingfunda og nefndarfunda sem er 32% nýting á almanaksárinu. Þetta gerir að meðaltali 9,75 vinnudaga á mánuði eða 2,25 vinnudaga í viku hverri. Sé gert ráð fyrir 30 daga sumarleyfi fyrir þingmenn er vinnuárið 147 dagar og þá er vinnuvikan 2,8 dagar. Venjulegt vinnuár hjá almenningi er hins vegar um 260 dagar og að frádregnu sumarleyfi er vinnuárið um 230 til 240 dagar.

Vissulega er það svo að þingmennskan er erilsamt starf, í mörg horn að líta, vinnudagurinn stundum langur og áreitið er mikið og ekki vanþörf á að þingmenn fái sæmileg frí inn á milli. Þessi löngu frí og hlé eru hins vegar of löng og of mörg og gera það meðal annars að verkum að framkvæmdavaldið og ráðherrar hverjum þingið á að veita aðhald og hafa eftirlit með valsar um að hentugleika án þess að þurfa að standa þinginu skil meira en helming ársins. Þótt heimild sé til staðar að kalla saman þingnefndir að kröfu tiltekins minnihluta er það sjaldan gert enda vill minnihlutinn ekki síður vera í fríi en stjórnarmeirihlutinn.

Þetta skipulag eða öllu heldur skipulagsleysi veldur mikilli óskilvirkni Alþingis og fljótaskrift á afgreiðslu mála og þó starfsfólk þingsins og þingmenn séu allir af vilja gerðir er skipulagið á starfstíma þingsins götótt sem ostur og afurðirnar oft eftir því.

.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur