Laugardagur 24.05.2014 - 17:20 - FB ummæli ()

Agúrkur, sveppir og framsóknarmenn

Áhugaverð sending frá Framsóknarflokknum í Garðabæ beið mín við útidyrnar þegar ég kom heim í dag. Grænn plastpoki, frekar þunnur, sem innihélt blaðið „Horfst í augu við Garðabæ“ kosningablað þess blessaða „stjórnmálaflokks“ hér í sveitarfélaginu. Með í pokanum fylgdi líka vegleg íslensk agúrka fá Hveravöllum hæfilega þroskuð og 250 grömm af þrýstnum sveppum (í boxi) frá Flúðasveppum. Ég opnaði blaðið og við blöstu 22 framsóknarmenn sem horfðust í augu við mig, mörg hver frekar skondin á svip, svolítið eins og þau væru lent á óþekktri plánetu. Í blaðinu voru áherslur þeirra í komandi sveitarstjórnarkosningum, átta atriði um íþróttamál en aðeins fimm um skólamál, tvö um grænan poka en ekki orð um aukið lýðræði. Ég er enn að reyna að ráða í allar þær myndlíkingar sem koma upp í hugann þegar ég horfi hér yfir borðið á agúrku, sveppi, stefnumálin og 44 framsóknaraugu en viðurkenni að nú er ég loksins kjaftstopp, í fyrsta skipti á ævinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur